Úrval - 01.10.1944, Side 110
108
tJRVAL
sérlega mikilvægt, getur þú
fleygt því í ruslakörfuna, við
gerum það venjulega.“
„Það er ekki hægt, Walter.“
„Því í fjandanum skyldi það
ekki vera hægt? Þú sagðir rétt
áðan sjálfur, að skriffinnskan
væri alltof mikil. Hvað gerir þá
til hvort hér er einum pappírs-
sneplinum meira eða minna?“
„Það getur verið, að það sé
áríðandi."
„Nú, athugaðu það! Um
hvern fjandann er það?“
„Hér stendur: Til athugunar.
Ct af kerrum, Adano. Og svo
er eitthvað um skipun sem
Marvin hershöfðingi gaf út, og
einhver Joppolo, majór, hefir
bersýnilega tekið aftur, eða eitt-
hvað því um líkt.“
„Er það um Marvin hers-
höfðingja? Fleygðu því!“
„Nei, ég þori því ekki.“ Og
hann stakk minnisblaðinuítösk-
una, sem fara átti aftur til víg-
stöðvanna.
„Jæja, vertu nú ekki að
trufla mig“, sagði liðþjálfinn.
„Ég er að lesa“.
Banto hélt áfram að sundur-
greina póstinn. „Ó“, sagði hann
eftir nokkrar mínútur, „hlust-
aðu nú á, hérna er dálítið um
kaptein, sem senda á til baka,
vegna þess að hegðun hans var
ósæmandi yfirmanni. Ég fæ
ekki skilið hvernig við getum
unnið stríðið."
Joppolo kom til Flotaklúbbs-
ins á mínútunni sex, til þess að
fá hressinguna.
Tólf yfirmenn sátu uppi á
lofti í húsinu, í herbergi, sem
Livmgston hafði gert að klúbb.
„Jæja, majór“, sagði liðsfor-
inginn, „þér hafið sannarlega
töfrað þessa Itali. Hvernig í
ósköpunum tókst yður að koma
þeim svona fljótt aftur til
vinnu í morgun ?“
„Ég hugsa, að ég sé eins og
hljóðpípuleikarinn í þjóðsögun-
um um rotturnar og börnin“,
sagði majórinn. „Ég varð að
blása ósköpin öll í morgun“.
Og hann sagði nú frá því,
hvernig hann hafði sogið upp í
nefið út um alla borg til þess
að afsanna gasárásina.
Flotamenn höfðu gaman af
sögunni og komust að þeirri
niðurstöðu, að majórinn væri
alls enginn auli.
„Þetta minnir mig á dálítið“,
sagði Livingston. „Þér sögðust
vera að fást við eitthvert vanda-
mál í morgun.“