Úrval - 01.10.1944, Síða 112
110
ÚRVAL
mér þyki ekki vænna um neitt
annað hljóð í heiminum en
klukkuhljóminn um borð í
Stevenson. Auðvitað getum við
ekki hringt klukkunni á meðan
á stríðinu stendur, en ég held,
að skipsklukka gæti orðið jafn
mikils virði fyrir borg og fyrir
skip.“
Joppolo var að horfa út um
gluggann. Hann var að hugsa.
„Er vel hugsanlegt," sagði
hann.
Robertson hélt áfram: ,,Það
er af sérstökum ástæðum, að
Corelli er í þessari innrás. Flot-
inn hefir sína siði, skiljið þér.
Það var. dálítið um þennan
Corelli — skipstjórann, sem
skipið er skírt eftir, — hann af-
rekaði ýmsu í síðasta stríði
hérna í Miðjarðarhafinu. Þá
var ítalía bandamaður okkar,
eins og þér vitið“.
Einhver sagði: „Við vorum
að tala um þetta um daginn.“
Robertson sagði: „Þetta er
prýðilegt, majór.“
Livingston mælti: „Haldið
þér, að við getum fengið Corelli
til þess að láta klukkuna af
hendi ? Þér sögðuð, að yður
þætti svo vænt um yðar klukku;
mmiduð þér láta hana af
hendi?“
Robertson sagði: „Ég held
að ég mundi gera það fyrir
svona gott málefni, ef ég væri
beðinn þess á réttan hátt. Það
vill svo heppilega til að Toot
Dowling, sem er með Corelli,
var í bekk með mér á sjóliðsfor-
ingjaskólanum. Hann var vara-
maður minn í knattspyrnu. Ég
er viss um, að ég gæti fengið
hann tii þess, ef ég gæti haft
upp á honum.“
Loftskeytaliðsforinginn sagði:
„Augnablik, ég held, að það sé
ekki rangminni, að ég hafi séð
eitthvað um Corelli í skeytinu,
sem ég las á dulmáli í gær-
kvöldi.“
Robertson sagði: „Já, það er
rétt, það var minnzt á hann.
Það var um fyrirhugaðar ferðir,
var það ekki? Mannstu hvað
stóð í skeytinu?“
„Það var leyndarmál, herra,
jafngilt þessu brezka: „mjög
mikið leyndarmál.“
„Ég man,‘“ sagði Robertson.
því næst leit hann upp. „Majór,
ég held, að við getum einhvern
veginn náð í þessa klukku fyrir
yður.“
Poppolo sagði um leið og hann
stóð upp: „Ég bjóst sannarlega
ekki við svo skjótum aðgerðum.
Ef þið haldið, að þið getið. . .“