Úrval - 01.10.1944, Side 115
KLUKKA HANDA ADANOBORG
113
oft: „ . . . til heiðurs Hans Há-
göfgi .. .“
Morguninn, sem fangamir
vom látnir lausir, skein sólin
skært, og Adano var fegurri en
nokkm sinni fyrr.
Hvaða dagur, sem er, er góð-
ur heimkomudagur, en þetta
heimkynni og þessi dagur bar
af öllu. Fangarnir sungu og
hrópuðu: „Við emm að koma
heim! Við emm að koma heim.“
Það hafði ekkert verið til-
kynnt fyrirfram um lausn fang-
anna, nema hvað Joppolo sagði
Tinu það, og hún var þögul sem
gröfin. En einhvern veginn
barst fregnin út löngu á undan
komu þeirra, eins og andvari á
undan skýjafari.
Konurnar í útjöðrum borgar-
innar heyrðu fótatak þeirra, er
þeir nálguðust og fundu á sér,
hvað það var. Þær kölluðu til
annara kvenna.. Þær sem stóðu
á gangstéttinni framan við
Palazzo, sáu þá beygja inn í
Via Umberto frá Via Favenni,
og í stað þess að hlaupa niður
götuna í áttina til þeirra þá
hlupu þær á brott til þess að
hitta vini sína og segja þeim
þessar dásamlegu fréttir:
Adano- piltarnir voru að koma
heim.
0 g konumar, sem heyrt
höfðu kliðinn, og konur þær,
sem höfðu í raun og veru séð
þá koma, og loks konurnar, sem
þær höfðu sagt f réttirnar, hlupu
aftur til baka og yfir á gang-
stéttina fyrir framan Palazzo
og horfðu á.
Stríð er hræðilegt fyrir kari-
menn, en það það er líka ömur-
legt fyrir konur. Þessar konur
höfðu þráð menn sína í rúmin
til sín. Brjóstvörturnar höfou
valdið sársauka, af því að þær
höfðu þarfnast þeirra svo mjög.
Fyrir komu dagar þegar sumar
þessara kvenna fengu engin
bréf frá mönnum sínum, en
höfðu svo komizt að raun um
að vinkonur þeirra höfðu fengið
bréf, og það voru erfiðir dagar.
Litlu börnin, sem voru rétt ný-
byrjuð að tala, höfðu staulast
til þeirra og spurt feimnislega
og með hræðsluglampa í augun-
um: „Papa! hvar er pabbi?“
og það hafði ekki verið neitt
svar, nema í hjartagrófinni.
Konurnar, sem stóðu fyrir
framan Palazzo höfðu lifað í
stöðugum ótta um að menn
þeirra hefðu hlotið sár, eða
jafnvel fallið. Konur sem höfðu