Úrval - 01.10.1944, Side 116
114
ÚRVAL
rifizt við menn sína og verið
óþolinmóðar við þá, þegar þær
höfðuþáöruggaheima, gleymdu
rifrildinu og hugsuðu eingöngu
um betri hliðina á lífinu, að
vakna upp um miðja nótt við
það, að maður klifrar klaufa-
lega upp í rúmið, hlátursköllin
frá höfðunum á koddanum,
þefurinn af vissum reyk, niður
af vissri tegund víns sem er að
renna úr flösku.
Og nú stóðu konurnar þarna
fyrir framan Palazzo og héldu
höndunum að hálsinum eða
þreifuðu fálmandi eftir lausu
hári.
Mennirnir, sem gengu upp
götuna, sáu konurnar standa
þarna. Þeir fóru ekki að hlaupa.
Haniingja kvennanna gerði þá
óttaslegna; þeir gengu hægt í
áttina til þeirra.
Þegar mennirnir voru um
fimm hundruð stikur frá konun-
um, fóru þær að mjakast af
stað, hægt í fyrstu, fæturnar
drógust eftir gangstéttinni, en
svo greiðkuðu þær sporið og það
teygðist á hálsunum og augun
flögruðu. Áfram héldu þær og
loks fóru þær að hlaupa og gefa
frá sér hljóð án orða.
Mennirnir hlupu ekki. Kon-
umar hlupu til mannanna.
Hamingjan var jöfn á báða
bóga, það var bara þetta, að
flestir mannanna vissu, að kon-
ur þeirra mundu vera þama,
þar sem aftur á móti sumar
konurnar voru ekki vissar um,
að memi þeirra væru í hópnum.
Meðal þessara kvenna vom
nokkrar, sem vissu, að menn
þeirra voru fallnir. Þær hlupu
aðeins til þess að taka þátt í
þessari ótrúlegu hamingju eða
jafnvel angist hinna kvennanna.
Angistin var þó betri en þeirra
eigið hlutskipti.
Ein af konunum í hópnum
var Tina. Hún hafði búizt við
þessu síðan majórinn hafði
minnzt á það, og hún var alltaf
viðbúin. Hún var ein af konun-
um, sem hafði heyrt kliðinn af
komu þeirra.
Hún var í fallegasta kjólnum
sínum. Hárið hafði verið burst-
að þangað til glampaði á það og
ljósi liturinn virtist næstum
eðlilegur.
Hún hljóp með hinum konun-
um. Hún rannsakaði karl-
mannahópinn með augunum,
ástúðlega og þó jafnframt ótta-
slegin. Hún ýtti á konurnar sem
voru á undan henni og aln-
bogaði sig áfram til þess að fá
betri yfirsýn.