Úrval - 01.10.1944, Page 119
KLUKKA HANDA ADANOBORG
117
Byrd liðsforingja, aðstoðar'mann
sinn, lesa fyrir sig í klukku-
stund á hverjum morgni. Á
mánudags, miðvikudags og
föstudagsmorgunn þegar hrað-
pósturinn kom frá Algier, lét
hann Byrd lesa fyrir sig ýmis-
legt af því, sem í pokunum
var.
Liðsforinginn tók upp eitt af
minnisblöðunum og las: „Til
Marvins hershöfðingja, til at-
hugunar o. s. frv., utanáskrift
og svo framvegis. Mál: Múl-
dýrakerrur í Adanoborg".
Það drundi í hershöfðingjan-
um: „Fjandans múlasna kerr-
ur“.
Byrd las áfram: „Hinn 19.
júlí var tekið á móti skipun
frá Marvin hershöfðingja, 49.
herfylki, um að útiloka alla
vagna úr Adano. Varðmenn
voru settir á brúna yfir Rosso-
ána og við brennisteinsvinnslu-
stöð Cacopardos. Skipuninni
fullnægt . . . .“
Hershöfðinginn sagði: „Það
var rétt að stöðva þessar f jand-
ans kerrur. Þessir Italadjöflar,
að ætla að tef ja alla innrásina
Það var eins gott fyrir þá að
framfylgja þessari skipun“.
Liðsforinginn suðaði áfram
og tók varla eftir því hvað
hann las: „20. júlí voru varð-
mennirnir teknir burtu sam-
kvæmt skipun —“
Skyndilega skildi Byrd, hvað
hann var að lesa. Hann lagði
blaðið frá sér og tók það næsta.
En hershöfðinginn öskraði:
„Hver fjandinn er þetta, ljúkið
við það!“
Liðsforinginn las: ,,— teknir
burtu samkvæmt skipun Victor
Joppolo majórs, yfirmanns
borgaralegra málefna í Adano-
borg, þar eð vagnarnir voru
nauðsynlegir fyrir borgina og
borgin var —“
Nú hafði hershöfðinginn
gleymt því, að ljúka skyldi við
minnisblaðið. „Joppolo,“ hróp-
aði hann og andlitið varð eins
og fjöll í fjarska. „Joppolo“.
Minni Marvins hershöfðingja
starfaði á undarlegan hátt.
„Middleton!“ kallaði hann,
„Komið hingað inn, Middleton!"
Ofurstinn kom inn.
„Middleton, munið þér eftir
nafninu Joppolo?"
Middleton ofursti sagði með
þreytusvip á andlitinu. „Jú,
herra. Kerrurnar“.
Marvin hershöfðingi öskraði:
„Ég mundi allt í einu eftir dá-
litlu. Þessi f jandans ítalski inn-
flytjandi var ekki í einkennis-