Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 120
118
ÚRVAL
búningi þann dag. Munið þér?
Hann var í gulum buxum og
kaki skyrtu. Munið þér það,
Middleton?“
Ofurstinn svaraði: „Nei,
herra. Ég var búinn að gleyma
því“.
Hershöfðinginn kaliaði: „Nú,
ég man það. Ég er búinn að fá
nóg af þessum litla uppskafn-
ingi. Vitið þér, hvað hann hefir
gert núna?“
Middleton sagði þreytulega:
„Nei, herra“.
„Andskotinn eigi hann, hann
vogaði sér að hleypa kerrunum
aftur inn í þessa borg, — hvern
fjandann heitir hún nú? —“
Byrd svaraði: ,,Adano,herra“.
„Adano. Bölvaður uppskafn-
ingurinn“.
Middleton sagði: „Það er ef
til vill einhver ástæða til þess,
að hann þurfti að —“
„Kemur enn, Middleton. Þér
hafið allt of sjálfstæðar skoð-
anir“.
Middleton sagði: „Já, herra“.
Liðsforinginn sagði: „Áfram-
haldið er svona, herra:
vagnarnir voru nauðsynlegir
fyrir borgina og borgin var
mjög illa stödd án þeirra."
Hershöfðinginn stóð upp:
„Fjandinn hafi það“, sagði
hann. „Ég er búinn að fá nóg
af þessum innflytjanda".
,,Já herra“, hljómaði þreytu-
lega röddin.
„Gefið út skipun um að
kalla þennan ítalska innflytj-
anda frá þessari borg, æ, f jand-
inn, hvað heitir —“
Byrd sagði: „Adanoborg,
herra."
„Skipið honum að fara aftur
til Algier til þess að taka við
öðru starfi. Sendið aðra tilkynn-
ingu til Algier til þess að út-
skýra hvers vegna. Og ljúkið
þessu í dag, ekkert droll, Middle-
ton.“
„Já, herra.“
Samkvæmisdagurinn rann
upp, og nú skeði margt ogmikið.
Um hálf tíu leytið um morg-
uninn kom vörubíll frá ameríska
flotanum og nam staðar fyrir
framan Palazzo. Undirformginn
og fimm menn tóku kassa af
honum og lögðu hann á gang-
stéttina, og undirforinginn fór
inn og afhenti bréf til Victor
Joppolo ma jórs.
Joppolo var önnum kafinn við
skrifborð sitt og hafði ekki tek-
ið eftir bílnum. Hann opnaði
bréfið og las:
„Kæri majór!
Bandaríkjaflotanum er það