Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 121
KLUKKA HANDA ADANOBORG
119
ánægja að geta gert Bandaríkja-
landhernum greiða.
Hérna er klukkan yðar. . .“
Majórinn stökk á fætur og
hrópaði: „Klukkan! Klukkan!
Þeir eru komnir með klukkuna.“
Og hann hljóp út á svalirnar
nægilega snemma til að sjá
flotabílinn aka á brott. Hann sá
hvar kassinn lá á gangstéttinni.
Joppolo kallaði til herlög-
regluþjóns, sem var fyrir fram-
an Palazzo: „Halló, standiðvörð
við þennan kassa, látið engan
fara með hann í burtu.“
Majórinn flýtti sér aftur inn
og hringdi til verkfræðinga-
sveitanna.
„Leyfið mér að tala við
Harvey majór. . . Majórinn?
Joppolo hérna meginn. Mér var
að detta í hug, hvort þú mundir
geta gert þessari borg mikinn
greiða. Við þurfumaðlátafram-
kvæma vandasamt verk,ogéger
hræddur um að það mundi taka
þá verkamenn, sem við höfum
tök á, mörg ár, og ef til vill möl-
brytu þeir allt. Þetta verk er
sem sé að setja nýja klukku
1 turninn á ráðhúsinu. Ég
hugsa að það þurfi um átta
menn, og ef þú átt sterka blökk
og talíu og kannske dráttarbíl
til þess að taka í kaðalinn og
koma klukkunni upp... Geturðu
það? Það er ágætt. Geta þeir
byrjað strax ? Hvenær heldurðu,
að þeir verði komnir hingað?
Allt í lagi ég verð þá við klukkan
hálf tólf til þess að segja þeim,
hvað þeir eigi að gera. Ég veit
ekki hvernig ég get þakkað þér,
majór.“
Joppolo var æstur. Hann
hringdi til Livingston, þakkaði
honum fyrir þann þátt sem
hann átti í því, að klukkan var
komin. „Það ætti,“ sagði hann,
„að vera hægt að koma henni
upp í dag. Við getum ef til vill
hringt henni fyrir samsætið í
kvöld. Þú kemur er það
ekki?“
„Ég vildi ómögulega missa af
því, majór.“
„Ég sé þig þá þar, kapteinn.
Þakka þér kærlega."
„Minnztu ekki á það. Heyrðu,
það er annars eitt, majór.“
„Hvað er það.“
„Ég er liðsforingi. Það tekur
langan tíma að verða skipstjóri
í flotanum.“
„Er það?“ sagði majórinn.
„Jæja, þú ættir að verða skip-
stjóri bráðlega." Og hann lagði
símaáhaldið frá sér.
Hann tók bréfið aftur og las:
„Ég hélt að yður langaði til