Úrval - 01.10.1944, Síða 123
KLUKKA HANDA ADANOBORG
121
hjá bjöllunni í kassanum og beið
eftir mönnunum frá verkfræð-
ingadeildinni. Hann tvísté í
kringum kassann og studdi á
hann, eins og í honum væri
einhver Ijúffengur matur.
Vinnuflokkurinn var ein-
kennilega stundvís. Majórinn
útskýrði, hvað gera ætti og
benti upp í klukkuturninn.
„Þið reyníð að Ijúka þessu í
dag, er það ekki?“
„Það vonar maður,“ sagði
liðþjálfinn og tók að skipa
mönnum sínum fyrir, en þeir
tóku rólega til vinnu sinnar.
Majórinn fór til hádegis-
verðar klukkan tólf.
Borth iiðþjálfi var þegar kom-
inh til Albergo dei Pescatori, er
majórinn kom. Joppolo settist
hjá Borth, eins og hann gerði
oft, þrátt fyrir tign sína.
Hann sagði Borth frá klukk-
unni og vegna þess hversu æst-
ur hann var í skapi gat Borth
ekki að sér gert að stríða hon-
um dálítið.
„Þú ert verri en þú varst
fyrsta daginn sem við komum
hingað,“ sagði liðþjálfinn.
„Hvernig er ég verri?“ spurði
majórinn.
„Þú ert orðinn svo fjandi
viðkvæmur,“ svaraði Borth.
Klukkan 12,25 kom Zito
hlaupandi til Albergo dei Pesca-
tori til þess að segja majórnum,
að búið væri að taka utan af
klukkunni. „H ún er f alleg útlits,“
sagði hann.
Majórinn reyndi að fá Borth
til þess að koma með sér og
skoða klukkuna, en Borth
sagði: „Þessi ómeletta er svo
góð, að ég get ómögulega slitið
mig frá henni.“
Töluverður hópur af fólki
stóð hjá og horfði á verkamenn-
ina, sem voru að vinna við
klukkuna. Einn af þeim var hinn
aldraði Caropardo. Þar eð
hann hafði talað við majórinn
um klukkuna þegar á fyrsta
degi innrásarinnar, hafði hann
gerzt einskonar eftirlitsmaður
með verkinu, því að enginn af
vinnudeildarmönnunum gat tal-
að ítölsku.
Strax er Cacopardo sá majór-
inn koma, sagði hann: „Ég hefi
sent eftir Guzzo, hringjara við
San Angelo kirkjuna. Hann get-
ur sagt um það, hvort þetta er
góð klukka, bara með því að
horfa á hana. Ef hún er ekki
góð, verðið þér auðvitað að
senda hana til baka.“
Klukkan stóð á gangstéttinni
þar sem sjóliðarnir höfðu sett