Úrval - 01.10.1944, Side 125
KLUKKA HANDA ADANOBORG
123
búum frá áletruninni á þeirri
klukku, orðum Leviticusar:
„Lýsið yfir frelsi um allt landið
og yfir öllum íbúum þess.“
Og allt þetta stóð Victor
Joppolo greinilega fyrir hug-
skotsjónum. Hann vissi ná-
kvæmlega, hvað hann ætlaði að
segja. Orð flykktust að honum,
orð, sem voru fögur og voru
sannleikurinn um nýju klukk-
una og þýðingu hennar fyrir
Adano og um það, sem hann,
Victor Joppolo, óskaði Adano-
búum til handa.
Um tvö leytið kom hraðboð-
inn á mótorhjóli fráVicinamare.
Borth hðþjálfi sá út um glugga
á skrifstofu sinni, að hann
fleygði póstpoka á stéttina
framan við Palazzo. Póstur,
jafnvel opinber póstur, var
nægilegur viðburður til þess að
Borth stóð upp og fór yfir að
Palazzo og upp á skrifstofu
Joppolos til þess að athuga
málið.
Það var ekkert bréf til Borth
Iiðþjálfa, en úr því að majórinn
var úti ákvað Borth að kanna
það, sem komið hafði.
Að lokum fann hann blað,
áritað til majórsins. Hann las
það:
I. Yður er skipað að hverfa
með fyrstu ferð til A.F.H.Q.
(aðalstöðfa ameríska hersins),
í Algier.
II. Skipun í aðra stöðu verð-
ur gefin af A.F.H.Q.
III. Ástæðan til þessa er sú
að þér hafið af ásettu ráði og í
algeru heimildarleysi afturkall-
að fyrirskipun Marvins hers-
höfðingja 49. herfylkis, um
múldýrakerrur í Adanoborg.
Fyrirskipunin var undirrituð
af Marvin hershöfðingja.
Borth liðþjálfi braut blaðið
saman, stakk því í vasann og
gekk út. Hann fór beint til aðal-
stöðva herlögreglunar í Fascio.
Hann sagði við Purvis:
.„Majórinn hefir verið leystur
af.“
Purvis sagði: „Hvern fjand-
ann áttu við?“
„Bara það, sem ég sagði:
honum hefir verið skipað að
fara aftur til Algier og taka
við annari stöðu.“
„Vegna hvers?“
„Öhlýðni. Að afturkalla
skipun Marvins um múldýra-
keriur. Ég lield, að það hafi
verið eftir það að hershöfðing-
inn skaut múldýrið fyrir utan
borgina.“
Purvis var búinn að gleyma
skýrslunni, sem hann hafði sent