Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 126
124
XJRVAL
í aðalstöðvar herfylkisins. Nú
þegar hann mundi eftir því,
þorði hann ekki að segja frá
því. Al!t og sumt sem hann
sagði var: „Það var ljóta
bréfið.“
Borth sagði: „Það má nú
segja, þetta var meira bölvað
bréfið. Majórinn var rétt ný-
byrjaður að koma ýmsu í fram-
kvæmd hér í borginni.“
Kapteinninn sagði: „Já, það
er nú líklega.“ Nú fór hann að
gruna margt. Þessi náungi
var stundum helsti hnýsinn.
„Hvernig vissirðu, að honum
var skipað að fara?“
Borth sagði: „Ég sá skipun-
ina á skrifborði majórsins.“
„Veit þá majórinn nokkuð
um þetta?“
„Nei, majórinn er ekki við.
Ég er með skipunina í vasanum.
Ég tók hana. Ég ætla ekki að
segja honum frá hermi, fyrr en
eftir samkvæmið í kvöld.
Samkvæmið hófst, og þótti
takast vel að allra dómi. Borg-
arbúar voru í sjöunda hirnni.
Þeir höfðu ekki skemmt sér
svona vel í mörg ár. Giuseppe,
sem hafði annast allan undir-
búninginn, komst ekki yfir að
taka á móti árnaðaróskunum.
Það var nóg kampavín til þess
að gera Purvis til hæfis og of
mikið til þess að hann gæti
ónáðað nokkra fagra stúlku.
Lati-Fatta drakk þrjú glös en
fór síðan inn í mannlaust her-
bergi og söfnaði. Afronti Pietro,
hinn háværi ökumaður, var
ginntur til að spangóla eitt lag
til þess að skemmta gestunum.
Nicolo og unnusta hans dönsuðu
saman. Borth liðþjálfi, sem í
fyrstu virtist vera í örgu skapi,
hreyfði sig ekki frá vínflösk-
unni, en smám saman mýktist
hann og hélt sig að hinum rjóða
Craxi.
Og Joppolo og Tinu tókst
allsnemma að læðast út á sval-
irnar.
Tina sagði: „Ertu hamingju-
samur?“
Majórinn sagði: „Þú spurðir
mig að þessu í síðasta skipti,
sem við vorum saman á svölun-
um.“
Tina sagði: „Þá var ég að
eins að halda uppi samræðum."
„Hvað ertu að gera núna?“
„Ég er að spyrja þig: ertu
hamingjusamur?" Ljósi blett-
urinn þarna í myrkrinu, það var
andlit Tinu, sem hún snéri að
andliti majórsins.
„Af öllum þeim dögum, sem
ég hefi verið í Adano,“ sagði