Úrval - 01.10.1944, Page 129
KLUKKA HANDA ADANOBORG
127
Það var kominn miður morg-
unn, áður en Joppolo hefði lokið
við að raða skjölum sínum og
gefa síðustu skipanir sínar.
Borth liðþjálfi hjálpaði honum
við að koma öllu í lag. Purvis
þorði ekki að láta sjá sig allan
morguninn.
Majórinn hringdi til bifreiða-
deildarinnar og bað um jeppa
til þess að aka sér til Vicina-
mare.
Svo sagði hann við Borth: ,,Ég
vil ekki kveðja neinn, Borth.
Ég veit ekki, hvort ég gæti
það.“
Borth gerði nú ekki að
gamni sínu lengur: „Ég bið af-
sökunar á þessu í gærkvöldi,
majór. Tilgangur minn var góð-
ur. Ég vildi, að þú skemmtir þér
í samkvæminu.
„Ég veit það.“
Majórinn hugsaði sig um
andartak og sagði síðan:
„Borth, reyndu að hjálpa hverj-
um þeim, sem tekur við starfi
mínu, til þess að vinna Adano
vel.“
Borth sagði: „Ég er hræddur
um að það verði þessi hryllilegi
náungi frá Pontebasso.“
Majórinn sagði: „Það vona ég
að verði ekki. Adano þarfnast
skilningsgóðs manns.“
Borth sagði: „Adano þarfn-
ast þín, majór.“
Majórinn sagði: „Það er of
seint að tala um það. Hvernig
skyldi Marvin hafa komizt að
þessu með vagnana."
Ekki var laust við að Borth
grunaði Purvis, en hann sagði:
„Einhver úr herforingjaráði
hans hlýtur að hafa ekið hér
um.“
Majórinn sagði: „Já, ég býst
við því.“
Jeppinn kom. Til þess að
vekja ekki neinn grun fór Borth
með bifreiðarstjóranum heim
til Joppolo og sótti farangur
hans. Aleiga hans voru rúm-
fötin sem var vafið utan um
fötin hans.
Þegar jeppinn kom aftur til
Palazzo, fór majórinn niður og
upp íhann.
Hann tók í hendina á Borth,
en kvaddi ekki.
Lati- Fatta, sem stóð á stétt-
inni, sagði til þess að koma af
stað samræðum: „Fara eitt-
hvað?“
Majórinn reyndi að vera glað-
legur er hann sagði: „Ekki
langt. Hvernig hefir Carmelina,
það?“
Lati- Fatta sagði: „Hún er að
búa til kanínukássu."