Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 130
128
TJRVAL
Bifreiðarstjórinn sagði:
,,Hvert á að fara, majór?“
Majórinn vildi ekki nefna
Vicinamare, meðan Fatta gæti
heyrt það. Ef til vill gat hann
ekki sagt það. Hvað um það,
hann sagði bara: ,,í þessa átt,“
og benti til Corso Vittorio
Emanuele.
Þegar þeir voru komnir um
það bii fjórar mílur út fyrir
borgina sagði majórinn við bif-
reiðarstjórann: „Viljið þér gera
mér þann greiða að nema stað-
ar eitt augnablik?“
Bifreiðarstjórinn stöðvaði
jeppann.
„Hlustið,“ sagði majórinn.
„Heyrið þér ekkert?“
Hljómur klukkunnar ómaði
fagurlega í sumarkyrrðinni.
Tóninn var þýður og hlýtur að
hafa verið sterkur úr því hann
heyrðist svona langt.
„Bara klukka,“ sagði bif-
reiðastjórinn. „Hlýtur að vera
ellefu.“
„Já,“ sagði majórinn. Hann
leit yfir hæðirnar, út yfir sjóinn,
og dagurinn var eins bjartur og
hljómur klukkunnar sjálfrar, en
majórinn gat ekki séð eða hugs-
að skýrt.
„Já,“ sagði hann, „ellefu."
• »
Torráðin gáta.
(Sjá þrautina á bls. 4). Upphaflega voru 3121 kókóshnetur í
hrúgunni.
UKVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gisli Ólafsson, afgreiðsla Kirkjustræti 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlazt er til, að hvert hefti verði greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylgja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa tímaritið
fyrir fram ákveðinn tíma, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. Tírval
er sent til allra bóksala á landinu og getur hver og einn gerzt áskrif-
andi hjá næsta bóksala.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.