Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands „Þetta kom mér mjög á óvart enda bjóst ég ekki við að vinna,“ segir Hjördís Þorsteinsdótt- ir sem bar sigur úr býtum í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði í fyrra. Hún segist hafa bakað pönnukökur í áraraðir. Vin- kona hennar, Ingibjörg Helga Guðmunds- dóttir, hafi nuddað í sér að skrá sig í keppnina og hún hafi á endanum slegið til. Hjördís er hér í miðjunni ásamt Ingibjörgu Helgu Guðmundsdóttur (t.v.) og Eygló Alexandersdóttur (t.h.) en þær urðu í efstu þremur sætunum. Hér eru þær með bæði upprúllaðar pönnukökur og samanbrotnar. Reglurnar í pönnukökubakstri • Dæmt er eftir hraða, fjölda, leikni, hreinlæti, útliti og bragðgæðum. • Keppandi velur uppskriftina. • Í uppskriftinni eiga að vera 150 grömm hveiti og a.m.k. 1 egg (meðalstórt). • Mótshaldari leggur til algeng efni í pönnukökur: Hveiti, sykur, egg, mjólk, smjörlíki, matarolíu, lyftiduft, sódaduft (natron) og bökunardropa. Ef óskað er eftir öðrum efnum/bragðefnum eða einhverri sérstakri tegund af hráefni verða keppendur að útvega þau sjálfir og hafa meðferðis. • Hver keppandi fær vinnuborð með rafmagnshellu, áhald til að hræra deigið með, ausu, skál, mæliílát, sigti, sleikju, vinnudisk, kökufat og borðklút. Keppendur koma með eigin pönnukökupönnu og pönnukökuspaða. Heimilt er að koma með ausu og áhald til að hræra deigið með. • Ekki er heimilt að nota rafmagnsþeytara. • Í lok keppni skal skila 10 upprúlluðum pönnukökum með sykri en hinar tvíbrotnar í horn. • Keppni er ekki lokið fyrr en pönnukökum hefur verið komið fyrir á kökufati og gengið frá vinnuborði, áhöldum raðað og borðið þvegið. SIGUR Í PÖNNUKÖKUBAKSTRI KOM Á ÓVART Vinkona Hjördísar Þorsteinsdóttur fékk hana til að skrá sig í keppni í pönnukökubakstri. Hún hefur þróað uppskriftina lengi. „Ég bjóst við að Helga myndi vinna enda gerði hún það árið á undan. En þegar hún tók silfrið þá taldi ég aðra sigurstranglega enda var sú svo snögg að þessu. En svo vann ég, það kom á óvart,“ segir Hjördís en þær Ingibjörg Helga kepptu báðar fyrir HSK í pönnukökubakstri. - En hvað þarf til að vinna? Hjördís segir ekki gott að segja um það. „Ég er búin að gera þetta frá ómunatíð. Pönnu- kökubakstur er orðinn lífskúnst og svo er maður auðvitað með sína eigin uppskrift sem ég hef þróað.“ Hjördís segir að þótt ákveðnar reglur séu um ákveðin grunnefni í pönnukökunum fái keppendur nokkuð frjálsar hendur. „Ég er alltaf að baka pönnukökur, áreiðan- lega einu sinni í viku. En ég baka ekki alltaf eftir uppskrift,“ segir hún. Hjördís hefur ekki ákveðið hvort hún taki þátt í mótinu í ár, segist vera að bræða það með sér enda hefur hún titil að verja.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.