Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélagið Íslendingur byggði Hreppslaug í Efri-Hrepp í Skorradal í Borgarfirði árið 1928. Laugin var frið- uð árið 2014. Sigurður Guðmundsson er formaður Ungmennafélagsins Íslendings. Hann segir laugina paradís fyrir fjölskyldufólk. „Hreppslaug hefur notið vinsælda bæði hjá fjölskyldufólki og fólki úr Borgarfirði sem hittist í sundi og ræðir málin. Íslendingar eru næstum þeir einu sem koma því að erlendir ferðamenn hafa enn ekki uppgötvað laugina,“ segir Sigurður. Hreppslaug er á meðal elstu sundlauga landsins og er algjört augnayndi. Hún er ein af þeim sundlaugum sem ungmennafélög landsins stóðu fyrir að byggja á fyrri hluta síðustu aldar til þess að efla íþróttaiðkun og bæta lýðheilsu landsmanna. Sundlaugin var einmitt eitt af fyrstu verkum félagsmanna í ungmennafélaginu Íslendingi. Ungmenna- félagið stofnað árið 1911 og hófu sjálfboða- liðar á vegum félagsins fljótlega eftir það að hlaða stíflu úr torfi í síki nálægt Andakílsá. Vatnið þar er volgt og blandast heitu vatni úr uppsprettu. Í síkinu var stunduð sund- kennsla þar til samningar náðust um að ung- mennafélagið fengi land undir sundlaug. Ráð- ist var í bygginguna árið 1928. En verkið var ekki auðvelt. Byggingarefni var flutt sjóleiðina úr Borgarnesi að Ytri-Skeljabrekku í Andakíl á pramma og hriplekum báti og síðan á hest- vögnum áfram að Efra-Hreppi. Öll steypa í sundlaugina var hrærð á trépalli og henni svo hellt í steypumótin. Upphaflega voru þrír klefar við Hreppslaug, einn fyrir karla, annar fyrir konur og sá þriðji fyrir hesta enda lítið um bíla í sveitinni. Sund- kennsla byrjaði í lauginni árið 1930 og eru þar enn haldin sundnámskeið. Sundlaugin, sem er 25 löng, er óbreytt og rennur vatnið enn í gegnum hana. Núverandi laugarhús er frá 1969. Fleiri koma eftir endurbætur Sjálfboðaliðar unnu að mestu við byggingu Hreppslaugar á sínum tíma. Það hefur ekkert breyst fyrir utan að ekki er lengur klefi fyrir hesta. Ungmennafélagið rekur sundlaugina enn og sinna sjálfboðaliðar öllu því sem á þarf að halda, viðhaldi, umhverfinu sem öðru. Sundlaugin er hins vegar aðeins opin yfir sumartímann. Fólk er ráðið til að sinna gæslu og starfið er launað. Sigurður segir reksturinn hafa verið þung- an í gegnum tíðina. Í fyrra hafi verið ráðist í miklar endurbætur á lauginni og byggingum við hana. Í kjölfarið hafi margt gengið til betri vegar. „Reksturinn skilaði töluverðum hagn- aði fyrir ungmennafélagið. Það var jákvætt og mikil tækifæri fólgin í því,“ segir hann en bætir við að aðsóknin sé mest um helgar. Mikið kemur af fjölskyldufólki, sem dvelur í sumarbústöðum í Skorradal og nágrenni, en einnig fólk sem vill njóta þess að geta verið í sundi langt fram á kvöld. Laugin er nefnilega opin til klukkan 22 á kvöldin. „Það er enginn að koma hingað til að lifa í lúxus heldur til að njóta svolítið öðruvísi upp- lifunar í sveitinni. Klefarnir eru gamlir og litlir og engar rennibrautir í lauginni,“ segir Sig- urður og bendir á að margir úr sveitinni sæki laugina, eigi þar ljúfar stundir með börnum sínum og til þess að hitta aðra í heitu pottun- um. „Laugin þjónar því enn sama tilgangi og þegar hún var byggð, að vera samkomustað- ur sveitarinnar,“ segir Sigurður. FALDA PARADÍSIN Í BORGARFIRÐI Sigurður Guðmundsson er formaður Ungmennafélagsins Íslendings.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.