Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 27
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27 F ólki, sem vill fara að hlaupa eða hreyfa sig, hættir til að fara of hratt af stað. Mun betra er að byrja rólega og bæta sig í nokkrum skrefum. Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari hjá Eflingu sjúkra- þjálfun á Akureyri, mælir með því að fólk ,sem vill byrja að hreyfa sig, bæti sig um 10% í hverri viku, það er að það hlaupi 10% lengra á milli vikna, í 10% meiri tíma. Heppilegast er fyrir þá sem vilja bæta sig í hlaupum að byrja á því að ganga og hlaupa á víxl. „Maður vill auðvitað geta það sem mann langar til að gera. En besta ráðið er að taka þetta í skrefum í stað þess að negla af stað,“ segir hann og bendir á að fólki sem dúndrast af stað sé hætt við hásinasliti. Sinar fólks veikjast hjá fólki yfir fimmtugu og mælir Hannes með upphitun fyrir allar æfingar og keppnir til viðbótar við styrktarþjálfun, svo sem lyftingum og hnébeygjum. „Ég sé fullt af fólki sem þorir ekki að hreyfa sig og er feimið við það. En ef fólk fer rétt að þessu og anar ekki um of þá getur það hlaðið aukaálagi á líkamann og komið honum í form. Lykilatriðið er að fólk á ekki að vera feimið,“ segir Hannes. EKKI VERA FEIMIN/N VIÐ AÐ HREYFA ÞIG Hannes Bjarni Hannesson sjúkraþjálfari. Sjúkraþjálfarinn Hannes Bjarni mælir með því að fólk um miðjan aldur fari hægt af stað og byggi upp þrek og þol fyrir keppni. Boðið er upp á heilsufarsmælingu á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði. Heilsufarsmælingar eru gagnlegar og því er um að gera að mæta og láta mæla sig. Þátttakendum á Landsmótinu í Hveragerði verður, eins og á fyrri mótum, boðið upp á heilsufarsmælingu. Margt áhugavert kom í ljós við heilsufars- mælinguna á mótinu á Ísafirði í fyrra. Stærsti hluti landsmótsmanna/kvenna, sem mætti í heilsufarsmælinguna, var á aldrinum 71–80 ára en það kom á óvart hversu margir voru á aldrin- um 81–90 ára. Konur voru líka í meirihluta þátttakenda sem létu kanna heilsufar sitt. Nokkur atriði úr niðurstöðunum • Blóðþrýstingur margra þátttakenda var of hár. Taka varð mælingunum með fyrirvara því sumir fóru í mælingu skömmu eftir að þeir höfðu keppt og náðu ekki að slaka nógu vel á. Betra er að láta tíma líða frá keppni að mælingu. • Margir þátttakendur voru á blóðþrýstingslyfjum. Sumir sem komu mælingu höfðu gleymt að taka lyfin sín daginn sem þeir létu mæla blóð- þrýstinginn. • Kólesteról margra var innan marka. Gildi margra var hins vegar of hátt og reyndist hluti þátttakenda vera á lyfjum til að lækka kólesteról í blóði. Margir höfðu aldrei mælst með hátt kólesteról áður og var þeim bent á að leita til heilsugæslunnar í heimabyggð sinni til að fá nákvæmari mælingar. HVERNIG ER HEILSAN?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.