Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 41
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 41 Þ að getur verið erfitt að sinna félögum á stóru svæði þegar framkvæmdastjóri er í hálfu starfi. Anita Karin Guttesen, for- maður HSÞ, segir erfitt að fá fólk í sjálfboðaliðastörf fyrir hreyf- inguna. Hún mælir með því að UMFÍ og ÍSÍ sameinist um að styðja við starf félaga á landsbyggðinni í meiri mæli en áður. „Við sameinuðum tvö héraðssambönd um árið á svæði sem íbúar eldast á og ungu fólki fækkar. Jákvæðni og velvilji ná bara ákveðið langt, eins og nesti sem klárast í miðri fjallgöngu,“ segir Anita Karin Guttesen, formaður Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ). Svæðið nær frá Grenivík til Þórshafnar og aðildarfélögin eru 29. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Erfitt að sinna stóru svæði Anita segir erfitt að fá sjálfboðaliða í starf sambandsins og leggi þeir sem sinni starfinu mikið á sig svo það gangi upp. „Sjálfboðaliðavinnan á undir högg að sækja hér eins og annars staðar. Við sitjum í raun uppi með ofvaxið vandamál vegna vegalengda milli svæða. Frjálsíþróttaráðið okkar hefur verið í fullu starfi við að halda starfinu á lífi í sjálfboðaliðavinnu. Það varð erfitt eftir að svæðið var stækkað. Starfið hefur hvílt á gömlum og góðum félögum sem hafa auðvitað smám saman horfið úr starfinu og við reynum að fá nýja inn. En þar sem fólk þekkist ekki og verkefni nefnda verða erfiðari kemur fólk varfærið inn. Það vill ekki leiða eitthvað sem það þekkir ekki.“ Framkvæmdastjóri HSÞ er í 50% starfi. Anita segir það of lágt starfshlutfall fyrir svo stórt starfssvæði. „Starfið er um margt ósýnilegt en við get- um ekki ráðið starfsmann í fullt starf. UMFÍ og ÍSÍ þurfa að koma okkur til hjálpar, með fjárhagsstuðningi og aðstoð við að einfalda verkefni okkar þannig að þau verði raunhæf og skili því sem til er ætlast. Það sem okkur vantar er kútar ef við eigum ekki að drukkna,“ segir Anita. Hildur Bergsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri UÍA, sagði í síðasta tölublaði Skinfaxa það hafa skipt sköpum fyrir félagið þegar framkvæmdastjóri var ráðinn í fullt starf. Áður en hún kom til starfa hjá UÍA var búið að fá sveitarfélögin átta á Austurlandi til að styðja fjárhagslega við héraðssam- bandið og styrkja uppbyggingu þess. „Þetta skipti allt gríðarlegu máli. Starfsmaður í fullu starfi er mjög dýrmætur fyrir héraðssamband. Ég gæti aldrei gert allt sem ég geri hjá UÍA í hlutastarfi á milli annarra starfa. Mörg sambönd hafa einfaldlega ekki bolmagn til annars en að ráða starfsmann í örlítið hlutastarf sem getur mætt á þing, svarað tölvupósti og sinnt litlum verkefnum. Starfsmaður í fullu starfi getur áorkað svo miklu meiru,“ sagði hún. Anita Karin Guttesen, formaður HSÞ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.