Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands LANDSMÓT UMFÍ 50+ HVERAGERÐI Ófeigur Ágúst Leifsson er ungmenna- félagi uppalinn á Skeiðunum. Hann vill sjá fleiri tendrast af ungmennafélags- andanum. Boccía hefur frá upphafi verið langvinsæl- asta greinin á Landsmóti UMFÍ 50+. Sérgrein- arstjórinn í ár er kjötiðnaðarmaðurinn Ófeig- ur Á. Leifsson, matráður hjá Sláturfélagi Suð- urlands. Ófeigur er fæddur og uppalinn á Skeiðunum og einn þeirra sem ólst upp með ungmennafélagsandann í hjarta. Ófeigur hefur haldið loganum lifandi alla tíð. En hvaða þýðingu hefur Ungmennafélag Íslands fyrir Ófeig? „Ungmennafélögin hafa lengi verið lífsnauð- synleg í sveitum og dreifðari byggðum lands- ins. Allir hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum í nafni félagsins, mæta á mót, sitja í nefndum og vinna fyrir það. Ungmennafélög- in á hverjum stað hafa verið driffjöður í list- um og menningu og ungmennafélagsand- inn felur það í sér að allir hjálpast að því að komast að settu marki,“ segir Ófeigur. Ófeigur hefur unnið mikið fyrir UMFÍ og HSK. „Ég var formaður Ungmennafélags Skeiðamanna í nokkur ár og sat þar í ýmsum nefndum. Síðan stofnaði ég formlega tae- kwondodeildina á Selfossi og börnin mín æfðu þar. Ég var formaður deildarinnar, sat í stjórn Skotíþróttafélags Suðurlands og mörg- SÉRGREINARSTJÓRAR Í HVERAGERÐI: ALLIR TILBÚNIR TIL AÐ LEGGJA SITT AF MÖRKUM um fleirum,“ segir hann. Ófeigur var sérgrein- arstjóri á Landsmótinu sem haldið var á Sel- fossi 2013 og eru auk þess þjálfari í boccía hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Þá sér hann um Ungmennafélagið Suðra ásamt konu sinni. Ófeigur er ánægður með það hversu sterkur ungmennafélagsandinn er á HSK-svæðinu. Þar stekkur fólk til og leggur hönd á plóg þegar þarf. Árangurinn af því sé sá að HSK hafi gengið vel að halda stórmót á borð við Unglingalandsmótin í Þorlákshöfn 2006 og á Selfossi 2012 og Landsmótið á Selfossi 2013. Fram undan eru Landsmót UMFÍ 50+ í Hvera- gerði og Unglingalandsmót í Þorlákshöfn á næsta ári. „Það hefur ekki verið neitt vandamál að manna mótin,“ segir hann en telur að það geti samt breyst því að dregið hafi úr vilja Ófeigur Á. Leifsson, sérgreinarstjóri í boccía. Þórhallur Einisson er sérgreinarstjóri í badminton á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði. Hann byrjaði að æfa 23 ára gamall og er nú formaður badminton- deildar Hamars í Hveragerði. „Ég byrjaði að æfa badminton þegar ég kynntist konunni minni. Hún skoraði á mig í badminton á fyrsta stefnumótinu okkar og vann mig 15-0, 15-1. Hún gaf mér örugglega eitt stig af meðaumkun,“ segir Þórhallur. Hann byrjaði að æfa badminton af krafti upp úr þessu hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. Árið var 1996 og Þórhallur 23 FÉLL FYRIR KONUNNI OG BADMINTON Á FYRSTA STEFNUMÓTINU ára. Þórhallur er nú búsettur í Hveragerði og 43 ára (verður 44 ára 19. júní). En hvaða merkingu hefur UMFÍ fyrir þig? „Það er öflug landsmót og ræktun mannlífs, lands og þjóðar,“ svarar Þórhallur. Grein: Badminton / Hamarshöllin Sérgreinarstjóri: Þórhallur Einisson Grein: Bridds / Grunnskólinn Nafn: Garðar Garðarsson Grein: Þrekkeppni (Crossfit) /Crossfit Hengill – íþróttahúsinu Nafn: María Rún Þorsteinsdóttir Grein: Frjálsar íþróttir / Hamarsvöllur Nafn: Benóný Jónsson Grein: Fuglagreining / Grunnskólinn Nafn: Guðmundur Jónasson AÐRAR GREINAR OG SÉRGREINARSTJÓRAR: Grein: Golf / Golfvöllurinn Nafn: Sigurður Dagbjartsson / Einar Lyng Grein: Jurtagreining / Garðyrkjuskóli Nafn: Úlfur Óskarsson Grein: Línudans / Íþróttahúsið Nafn: Anna Guðríður Gunnarsdóttir Grein: Pútt / Golfvöllurinn Nafn: Sigurður Dagbjartss./Einar Lyng Grein: Pönnukökubakstur / Grunnskólinn Nafn: Fanney Ólafsdóttir Grein: Ringó / Íþróttahúsið Nafn: Anný Ingimarsdóttir Grein: Skák / Grunnskólinn Nafn: Guðmundur Jónasson Grein: Stígvélakast / Lystigarðurinn Nafn: Gísli Páll Pálsson Grein: Strandblak / Strandblakvöllur Nafn: Ragnheiður Eiríksdóttir / Ásdís Linda Sverrisdóttir Grein: Sund / Sundlaugin Nafn: Svanur Ingvarsson Grein: Þríþraut / Hefst við Sundlaug Nafn: Magnús Tryggvason / Pétur Frantzson Grein: Utanvegahlaup / Hefst í Lystigarðinum Nafn: Pétur Frantzson Þórhallur er hér lengst til vinstri þegar hann vann síðast til verðlauna í tvenndar- leik með konu sinni, Hrund Guðmunds- dóttur. fólks til að sinna sjálfboðaliðastarfi í sinni heimasveit. „Það eru samt sem betur fer enn til gamlir hugsuðir eins og ég sem förum í þessi störf,“ segir hann og hvetur til þess að fólk taki að sér að vinna fyrir ungmennafélög- in í heimabyggð svo að einhver taki við kyndlinum þegar þeir eldri stíga til hliðar. Grein: Boccía / Hamarshöllin Sérgreinarstjóri: Ófeigur Á. Leifsson

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.