Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands. ÍSLENSK GETSPÁ ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR. F élagar í Skotíþróttafélagi Kópavogs hafa staðið sig vel í keppnum hér heima og erlendis í gegnum tíðina. Bára Einarsdóttir, sem situr í stjórn Skotíþróttafélagsins, segir grósk- una mikla og félagsmenn einkar sam- heldna. Það skili sér í góðu félagi. Félagið vill sjá fleiri konur æfa skotfimi. „Það er einkar góður andi í Skotíþrótta- félagi Kópavogs. Við höfum lagt okkur fram um að vinna saman að málum félagsins og höfum það að leiðarljósi að öllum líði vel. Þetta hefur skilað því að við erum eins og ein stór fjölskylda og vinnum vel saman,“ segir Bára Einarsdóttir. Fáar konur eru í Skotíþróttafélaginu og er unnið að því að fjölga þeim. „Við höfum verið að vinna í því, tala við aðrar konur og smita út frá okkur gleðinni sem ríkir hjá félaginu. Það gengur vel en hægt og bítandi. Við vorum með nýliðanám- skeið í vetur og sóttu það aðallega konur,“ segir Bára og bætir við að stutt sé síðan konum tók að fjölga í félaginu að ráði. Hún settist sjálf í stjórn Skotíþróttafélagsins árið 2013. Þá var hún eina konan. Nú eru stjórn- arkonurnar orðnar þrjár og eru þær í fyrsta sinn í meirihluta í næstum þrjátíu ára sögu félagsins. Bára segir áhugaleysi kvenna á skotíþrótt- inni byggjast á misskilningi. „Vinkonum mínum þykir þetta spennandi en þær halda að íþróttin sé djöfulgangur og læti. En það er ekki svo. Þvert á móti er þetta rólyndisíþrótt sem krefst einbeiting- ar. Einn tími hjá okkur jafnast á við góðan jógatíma,“ segir Bára kímin og vill sjá miklu fleiri konur leggja stund á skotíþróttina. Stund með byssunni jafnast á við góðan jógatíma A-sveit SFK, skipuð þeim Lilju Alfreðsdóttur, Báru Einarsdóttur og Guðrúnu Hafberg, setti ný Íslandsmet í 50m liggjandi riffli og þrístöðu á Íslandsmeistaramótunum sem haldin voru í apríl. Bára Einarsdóttir keppir hér í 50 m liggjandi riffli. Sigurveig Helga Jónsdóttir á Íslands- meistaramótinu í loftskammbyssu. Félagar í Skotíþróttafélagi Kópavogs vinna vel saman og leggja upp úr því að treysta böndin. „Við erum eins og ein stór fjölskylda,“ segir Bára Einarsdóttir. Í hnotskurn • Skotíþróttafélag Kópavogs er með aðstöðu í kjallara HK-hússins við Skálaheiði í Kópavogi. • Félagið var stofnað árið 1989. • Unglingar geta byrjað að æfa skotfimi við 15 ára aldur. • Bára er Íslands- og bikar- meistari í 50 m liggjandi riffli. • Jón Þór Sigurðsson í Skot- íþróttafélaginu er Íslands- og bikarmeistari í 50 m liggjandi riffli og Íslandsmeistari með sportskammbyssu. Bára ásamt þeim Margréti Lindu Alfreðs- dóttur og Guðrúnu Hafberg þar sem þær sýna rifflana. Frá keppni Skotíþróttafélags Kópavogs í Silhouette-skotfimi með .22LR cal. veiðirifflum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.