Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 2. tbl. 2017 Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags Íslands. Það hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Blaðið kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi er dró vagninn sem goðsagnaveran Dagur ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Ljósmyndir: Haraldur Jónasson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. o.fl. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Birgir Örn Sigurðsson, Jón Páll Hreinsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568-2929 umfi@umfi.is – www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar- fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki) Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari Starfsfólk Evrópu unga fólksins Anna R. Möller, forstöðumaður Helga Dagný Árnadóttir, verkefnastjóri Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi Starfsfólk UMFÍ á Laugum í Sælingsdal Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Jörgen Nilsson, tómstundaleiðbeinandi Gunnar Már Gunnarsson, tómstundaleið- beinandi og starfsmaður Sælingsdalslaugar Hrönn Jónsdóttir, tómstundaleiðbeinandi Marta Sigurðardóttir, matráður Vladimir Babic, tómstundaleiðbeinandi Céline Castel, matráður Tomáš Hub, tómstundaleiðbeinandi Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason, Kristinn Óskar Grétuson, Sigurður Óskar Jónsson og Guðmundur Sigurbergsson. Forsíðumynd: Forsíðumyndina tók Haraldur Jónasson af Valdimari Hafsteinssyni, framkvæmda- stjóra Kjöríss og þátttakanda í Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði dagana 23.–25. júní. Vissir þú … ... að Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. ... að innan UMFÍ eru um 340 félög í ýmis konar íþróttum og félagsstarfi. ... að félagsmenn UMFÍ eru: 160.964 ... að landsmenn eru: 338.349 ... að sambandsaðilar UMFÍ eru: 18 víða um land og auk þess 11 félög með beina aðild. Landsmót UMFÍ á sér langa og merkilega sögu. Mótið var fyrst haldið árið 1909 á Akureyri og síðast var það haldið árið 2013 á Selfossi. Það Landsmót var hið 27. í röðinni. Mótin voru lengi vel stærstu og merkustu íþróttaviðburðir landsins og skiptu gestir mótanna þúsundum. Að loknu Landsmóti 2013 var ákveðið að staldra við og velta fyrir sér framtíð mótsins enda voru þá orðnar gríðarlega miklar breyt- ingar á íþróttalífi og viðburðum um land allt. Lagst var í vinnu og endurskoðun á mótinu. Niðurstaðan varð sú að gjörbreyta því, opna mótið, hætta stigakeppni og höfða betur til fólks sem hreyfir sig reglulega og stundar íþróttir af krafti. Nýtt landsmót Nýtt mót mun líta dagsins ljós á Sauðárkróki dagana 13.–15. júlí 2018. Mótið verður byggt á gömlum og góðum grunni en með nýju fyrirkomulagi. Það verður opið öllum, 18 ára og eldri. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði fyrir einstaklinga og hópa ásamt skemmtilegri afþreyingu við allra hæfi. Þetta verður sannkölluð íþróttahátíð þar sem allir eiga að geta fundið íþróttagrein og önnur verkefni sem þeim líkar. Tónlist og menning verður einnig í hávegum höfð til að krydda þessa helgi í Skagafirði og gera hana eftir- minnilega. Landsmót UMFÍ 50+ á sama tíma Samhliða þessu nýja móti verður Landsmót UMFÍ 50+ einnig haldið á Sauðárkróki. Mótið verður með svipuðu sniði og ætíð áður. En þar sem Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið samhliða nýja Landsmótinu verður töluvert meira í boði varðandi keppni og afþreyingu en áður. Leitast verður því við að þetta nýja Lands- mót UMFÍ höfði til sem flestra sem stunda hvers konar hreyfingu sér til heilsubótar, ekki síður en til þeirra sem hafa ekki enn komið sér af stað en vilja fara að hreyfa sig og fá leiðsögn til að gera það. Margt verður í boði fyrir þá sem hreyfa sig. Ungmennafélag Íslands hvetur til þátt- töku á þessu nýja móti og vonar sannarlega að með því verði stigin góð skref inn í nýja tíma. Takið strax frá dagana 13.–15. júlí 2018 og hittumst glöð á Sauðárkróki. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Landsmót UMFÍ 50+ verður hluti af Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki 2018 Ómar Bragi er á ferð og flugi allan ársins hring við skipulagningu móta UMFÍ. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2018 verður stærsti viðburður hreyfingarinnar í fjögur ár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.