Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands K olbrún Lára Kjartansdóttir stýrði einni málstofu af tveim- ur í umræðupartýi og árlegum vorfundi UMFÍ. Hún segir fólk geta fundið sér ýmislegt annað að gera innan ung- mennafélagshreyfingarinnar en að stunda íþróttir. „Það skiptir máli að góður andi sé í ungmennafélögum og að samskipti séu góð á milli iðkenda og stjórnenda félaga. Iðkendur eiga aldrei að óttast það að tala við stjórnendur um breytingar og tjá þeim skoðanir sínar,“ segir Kolbrún Lára Kjartansdóttir. Kolbrún Lára situr í ungmennaráði UMFÍ og stýrði málstofum í Umræðupartýi UMFÍ á Hvolsvelli í maí ásamt Elísabetu Ásdísi Kristjánsdóttur. Málstofan, sem Kolbrún stýrði, fjallaði um þátttöku ungs fólks í ungmennafélagshreyfingunni og möguleikana sem félagsmenn hafa til þess að vera virkir þótt þeir hafi ekki áhuga á því að keppa í íþróttum. Í málstofunni deildu fundargestir sögum af reynslu sinni enda hafa ekki allir keppt í íþróttum, sem eru innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að ungt fólk hættir félagsstörfum og íþróttum. En við í UMFÍ viljum hvetja fólk til þess að halda áfram. Fólk getur byggt á reynslu sinni í ung- mennafélögum, verið dómarar, farið á nám- skeið í þjálfun, tekið sæti í nefndum og ýmislegt fleira,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að umræðupartýið hafi staðið undir vænt- ingum hennar. „Væntingar mínar til umræðu- partýsins voru þær að þátttakendur gætu rætt málefnin sem voru til umræðu og að eldri þátt- takendur (30+) myndu hlusta á það sem yngri þátttakendur hefðu að segja. Þetta tókst fullkomlega.“ ENGINN Á AÐ VERA HRÆDDUR VIÐ AÐ TJÁ SIG Gufubakaður skur með kúrbítsteningum, rauðlauk og chili, kórónaður með kókós-límónu jógúrtsósu, er tilvalinn fyrir ölskylduna eftir hátíðarmatinn. Mikið úrval heilsuuppskrifta er að nna á gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. Hollustan hefst á gottimatinn.is ferskur fiskréttur Hvað eru mörg umræðupartý eftir? Stefnt er að því að halda umræðu- partý UMFÍ tvisvar á ári yfir tveggja ára tímabil. Partýin eru ætluð ungu fólki á aldrinum 15–25 ára og stjórnendum íþrótta- og ungmennafélaga. Í umræðupartýum gefst ungu fólki tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og þeim sem eldri eru að heyra hvað ungt fólk hefur að segja og vinna að því að koma til móts við þarfir þess með einum eða öðrum hætti. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Kolbrún Lilja Kjartans- dóttir. Kolbrún Lilja ásamt Jóni Halldórssyni fyrirlesara.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.