Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd fagnar 110 ára afmæli á þessu ári. Formaður félagsins segir það enn virkt þótt félagsmönnum hafi fækkaði talsvert í gegnum tíðina. Afmælinu verður fagnað í sumar. „Stemmningin í félaginu er ágæt. Við höfum ekki fastneglt dag- skrána en ætlum að hafa uppákomur í sumar og vígja ýmsa afþreyingarmöguleika á Árskógsströnd í tilefni afmælisins,“ segir Marinó Þorsteinsson, formaður Ungmennafélagsins Reynis. Félagið var stofnað 3. mars árið 1907 og er það eitt elsta ung- mennafélagið á Íslandi. Í tilefni afmælisins hafa verið keyptar körf- ur fyrir frisbígolf, sett upp blaknet og afþreyingarsvæðið betrum- bætt svo að fólk geti leikið sér. Félagið setti sér í upphafi sömu markmið og Ungmennafélag Íslands, að hlúa að menningararfinum, glæða áhuga þjóðarinnar á bókmenntum og leiklist, huga að skógrækt, fegra og hreinsa tunguna, hefja íþróttalíf til vegs og virðingar, vinna að bindindi og fleira. Fyrirmynd félagsins var Ungmennafélag Akureyrar. En auk þess var málfundafélag í sveitinni sem treysti ungmenna- félagið. Félagið sinnti mannúðarmálum í fyrstu og kom að fjáröfl- un vegna Kristneshælis. Upp úr ungmennafélaginu spratt síðar Kvenfélagið Hvöt sem tók við mannúðarstarfinu. Góður árangur í íþróttum Fyrstu árin voru íþróttir stór þáttur í starfsemi Ungmennafélags- ins Reynis. Glíma og sund voru aðalgreinarnar. Sund færðist síðar til Dalvíkur. Fótbolti var líka vinsæll en knattspyrnuvöllur var tek- inn í notkun á Árskógsströnd árið 1970. Fimm árum síðar var bætt við handboltavelli og frjálsíþróttasvæði. Keppendum félagsins hef- ur vegnað vel í gegnum tíðina. Minna hefur þó farið fyrir íþrótta- iðkunum síðustu ár vegna fólksfækkunar, að sögn formannsins. „Þetta er áskorun og því heyjum við eins konar varnarbaráttu. Barnafólk hefur flust á brott. Í staðinn flytur hingað eldra og barn- laust fólk. Börnunum hefur því fækkað nokkuð á Árskógsströnd. Við höfum sniðið okkur stakk eftir vexti og fórum því í samstarf við Ungmennafélag Svarfdæla í knattspyrnu árið 2006. Við reynum að halda úti minni háttar verkefnum eins og árlega Þorvaldsdals- skokkinu. Yngri flokkar í knattspyrnu æfa líka á Árskógsströnd en meistaraflokkurinn, Dalvík/Reynir, æfir á Dalvík og spilar þar heima- leiki sína,“ segir hann og bætir við að börnum á Árskógsströnd sé nú ekið á æfingar í íþróttum til Dalvíkur. Íbúar á Árskógsströnd eru um 350. Þrátt fyrir það eru félags- menn í Ungmennafélaginu Reyni um 100 talsins. „Margir þeirra Elsta ungmennafélag landsins 110 ára Félagsblaðið Helgi magri er stolt Ungmennafélagsins Reynis. Fyrsta tölu- blaðið kom út árið 1910 og hefur það komið út með örlitlum hléum til dagsins í dag. Búið er að færa blaðið á tölvutækt form og er það nær allt aðgengilegt á heimasíðu Reynis. Félagsblaðið hefur ávallt gegnt mikil- vægu hlutverki í starfsemi ungmenna- félagsins og var á aðalfundum lesið upp úr því. Blaðið var lengst af handskrifað en frá og með 1. tölublaði árið 1994 hefur það verið fjölritað og því dreift á öll heimili sveitarinnar. Í Helga magra eru skráðar starfsskýrslur félagsins ásamt ýmsum sögum og ljóðum félags- manna. Þá hefur svonefndur annáll verið skráður frá árinu 1979 þar sem getið er um fæðingar, fermingar, andlát, afmæli og giftingar á félagssvæðinu. Marinó á milli tveggja félaga sinna. Að sjálfsögðu eru allir klæddir í treyjur félagsins. Börn á leikjanámskeiði Ungmennafélagsins Reynis. eru brottfluttir íbúar sem vilja halda tengslum við sveitina og tryggð við félagið,“ segir Marinó Þorsteinsson, formaður Ung- mennafélagsins Reynis á Árskógsströnd.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.