Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands E mbætti landlæknis kynnti lýðheilsu- vísa fyrir öll heilbrigðisumdæmi lands- ins fyrir ári. Verkefninu er haldið lifandi og fylgjast starfsmenn embættisins náið með heilsu landsmanna. Stefnt er að því að gera öllum kleift að fylgjast með stöðu og þróun lýðheilsu á netinu í framtíðinni. „Við höfum unnið að því að kynna lýðheilsu- vísana í heilbrigðisumdæmum og rætt við fulltrúa sveitarfélaga, skóla, heilsugæslu og aðra hagsmunaaðila. Við hvetjum samfélög, sem vilja gera betur, til að skoða vísana og leita leiða til að bæta stöðu sína ef þörf er á,“ segir Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri heil- brigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis. Embættið birti um mitt síðasta ár í fyrsta sinn lýðheilsuvísa fyrir Ísland. Vísarnir eru birtir fyrir heilbrigðisumdæmin sem eru sjö. Markmið þeirra að veita yfirsýn yfir heilsu íbúa í hverju umdæmi fyrir sig til saman- burðar við stöðuna hjá öllum landsmönn- um. Starfsmenn embættisins hafa fylgt mál- inu eftir allt árið. Gefnar verða út nýjar upp- lýsingar um lýðheilsu fólks á hverju ári, að sögn Sigríðar, og hún bætir við að við- brögðin við útgáfu lýðheilsuvísanna í fyrra hafi verið mjög góð. „Ég held að allir séu ánægðir með það enda varð útgáfan tilefni til heilmikilla umræðna.“ Meginmarkmiðið með birtingu lýðheilsu- vísanna er að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustunni að greina stöðuna í hverju umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna svo að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan þeirra. Sigríður segir lýðheilsuvísana ná yfir stór svæði í hverju umdæmi. Unnið verður að því að birta lýðheilsuvísa um smærri svæði eftir því sem gögn leyfa. Svæðisbundnir lýðheilsuvísar nýtast öllum samfélögum sem vilja leggja áherslu á heilsu og líðan þegna sinna og geta þau fengið frekari stuðning með aðild sinni að Heilsueflandi samfélagi og Heilsueflandi leik-, grunn- og framhaldsskólum. Þrettán sveit- arfélög taka nú þegar þátt í starfi Heilsueflandi samfélags. Í þeim búa rúmlega 76% landsmanna. Hægt að skoða heilsuna á vefnum Þegar við náðum tali af Sigríði var hún að undirbúa útgáfu lýð- heilsuvísanna í annað sinn. Fyrir liggur hvernig þeir verða birtir í framtíðinni: „Við þróum lýð- heilsuvísana áfram, tökum inn nýja vísa og hvílum aðra.“ Að lokum bætir Sigríður við að í fyrirsjáanlegri framtíð verði útbúinn gagnamarkaður á vef Embættis landlæknis og muni fólk þá geta skoðað upplýsingar á netinu um heilsu fólks eftir landshlutum ásamt meðaltali landsins alls. Lýðheilsa er lifandi verkefni „Við erum ekki eftirlitsaðili með því hvernig sveitarfélög haga sinni vinnu í Heilsu- eflandi samfélagi. Samningur við sveitarfélagið staðfestir að það er vilji viðkomandi samfélags að vinna að þessum málum. Okkar hlutverk er að styðja við það starf.“ – Gígja Gunnarsdóttir, sviðs- stjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis. Svona verður sveitarfélag heilsueflandi Hafi sveitarfélag áhuga á að verða Heilsueflandi samfélag þarf að fara ákveðna leið. Hún er svona: – Bæjarstjóri/sveitarstjóri skrifar undir umsókn um þátttöku í Heilsueflandi samfélagi. Umsóknareyðublað er á heimasíðu Embættis landlæknis. – Stýrihópur er skipaður og aðkoma lykilhagsmunaaðila að starfinu er tryggð. Aðalatriðið er að festa í sessi samstarfsvettvang og vinnulag þar sem hagsmunaaðilar geta horft heild- stætt á málin fyrir öll æviskeið. – Stýrihópurinn nýtir lýðheilsuvísa, gát- lista og önnur gögn til að meta stöðuna og forgangsraða í samræmi við þarfir sam- félagsins. Vinnusvæðið heilsueflandi.is er notað til að halda utan um starfið. – Sett er fram framtíðarsýn fyrir sveitar- félagið og áætlun um markvissar að- gerðir sem stuðla að heilbrigðum lífs- venjum, heilsu og vellíðan íbúa. Sigríður Haraldsdóttir, sviðs- stjóri heilbrigðisupplýsinga hjá Embætti landlæknis. Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar og áhrifaþætti þeirra. Lýðheilsuvísarnir voru kynntir í Safnahúsinu við Hverfisgötu í júní á síðasta ári og birtast þeir nú einnig á vef embættisins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.