Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands S jöunda landsmót UMFÍ 50+ verður hald - ið í Hveragerði dagana 23.–25. júní næst- komandi. Ég tel að þetta mót eigi alla mögu- leika til þess að þátttakan aukist og á mér þann draum að keppendur yfir fimmtugu verði á bilinu 6–800 í hinum ýmsu greinum. Mótin eru haldin árlega á mismunandi stöðum á landinu og víða orðin vel þekkt. Flestir þeirra sem hafa mætt á mótin hingað til eru 65 ára og eldri. Ánægjulegt væri að sjá fleira íþróttafólk á aldrinum 50–65 ára taka þátt. Sá aldurshópur er fjölmennari á land- inu og á oftast auðveldara með að hreyfa sig. Hann hefur einnig fengið meiri kynningu í gegnum tíðina um nauðsyn hreyfingar. Því vil ég hvetja fólk á þessum aldri til að fjöl- menna á þessi skemmtilegu mót og taka þátt í keppni við allra hæfi. Það myndi auka gildi mótanna mikið að fá fleiri þátttakendur og gera þau meira virði sem mót fyrir fólk yfir miðjum aldri. En hvert er markmiðið með þessum mót - um? Jú, að stuðla að aukinni hreyfingu fólks á þessum aldri árið um kring. Með hreyfing- unni batnar ekki aðeins líkamleg og andleg heilsa fólks heldur batnar félagslegi þáttur- inn verulega með skemmtilegu samneyti við jafningja. Vinnum saman að því að efla þessi mót, við getum það ef við leggjumst öll á eitt. Í samtökum okkar sem og annars staðar er um að gera að nýta kannanir og rannsóknar- niðurstöður sem eru til um heilsufar og lífs - hætti fólks. Út frá þeim getum við unnið sam- an að jákvæðum verkefnum fyrir samborgar- ana. Embætti landlæknis gefur út Lýðheilsu- vísa sem mæla ýmsa þætti í lífsháttum og lífsvenjum fólks. Lýðheilsuvísum er hægt að skipta niður á landshluta og skoða og bera saman niðurstöður svæðisbundið og fyrir landið í heild. Upplýsingar um börn, unglinga, fullorðið fólk og eldra fólk er hægt að fá, bæði sundurliðaðar og í heildarniðurstöðu, sem sýna okkur talsvert um lífsvenjur ákveð- Hreyfingin gerir okkur öll betri inna hópa. Marga þessara lýðheilsuvísa er hægt að hafa áhrif á og ef við getum bætt þó ekki væri nema einhverja þætti væri það samfélaginu tvímælalaust til góðs. Hver og einn einstaklingur getur nýtt sér þessar upp- lýsingar og notað þær fyrir sjálfan sig. Við getum til dæmis lesið út úr Lýðheilsu- vísum hver líkamsþyngdarstuðull fólks er í ákveðnum landshlutum, hvort fólk hreyfir sig daglega og hver gosdrykkjaneysla er í einum landshluta í samanburði við annan – og meðaltalið. Það að geta lesið úr og nýtt sér slíkar upp- lýsingar á að stýra starfi okkar á markvissari hátt og í ákveðnari farveg. Hvað skýrir það t.d. að kannabisneysla unglinga er meiri á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi? Sofa unglingar í umdæmi okkar nægilega mikið? Suma þætti getum við ekki haft áhrif á en sumar upplýsingarnar í lýðheilsuvísun- um eru mjög góðar og við eigum að nýta okkur þá og vinna í þeim þáttum sem við getum stýrt eða haft áhrif á. Stefnum að því að sú vinna komi samfélaginu til góða, unga fólkið er framtíð okkar, vinnum með því. Óskir um gleðilegt ungmennafélags- sumar til ykkar allra. Haukur F. Valtýsson, formaður UMFÍ Leiðari Skinfaxa: Efnisyfirlit Margrét Lilja: Skipulagt íþrótta- starf er gott 8 Aldís Hafsteinsdóttir: Býst við miklum fjölda í bæinn 18 Hjördís Þorsteinsdóttir: Bakaði pönnu- kökur og vann 26 Áslaug Arna: Góð ráð fyrir ungt fólk 12 Guðríður Aadnegard: Miklu meira en keppni 22 Hannes sjúkraþjálfari: Ekki vera feimin/n við hreyfingu 27 Hreppslaug í Borgarfirði Falda paradísin 14 Þórhallur Einisson: Ástin kviknaði í badminton 24 3 Vill sjá fleiri konur æfa skotfimi 6 Landsmót 2018 með nýju sniði 10 Umf. Reynir er 110 ára 20 Gott að stunda utanvegahlaup – Valdimar Hafsteinsson 24 Sérgreinarstjórarnir í Hveragerði: Allir leggja sitt af mörkum 29 Gaman að keppa heima – Rannveig Halldórsdóttir 30 Margt að skoða í Hveragerði 34 Lýðheilsuvísar eru lifandi verkefni 38 Hvað má og má ekki? 41 Erfitt að sinna stóru svæði – Anita Karin Guttesen 42 Unglingalandsmót í Þorlákshöfn: Undirbúningur gengur vel 43 Ungmennafélag Laugdæla: Eru virk á Facebook Gísli Páll Pálsson: Tilbúinn fyrir Landsmót 50+ 16 Kolbún Lára: Engin ástæða til að vera hrædd 32

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.