Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 37
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 29. maí – 4. júní. Hreyfivikan er hluti af sam- evrópska verkefninu Now We Move, sem er í umsjón ISCA (e. International Sport and Culture Association) en það eru samtök um almenningsíþróttir og menningu ýmissa landa. ISCA ýtti Hreyfivikunni úr vör í Evrópu árið 2012 og hefur UMFÍ verið aðili að verk- efninu frá upphafi. Hreyfivikan hefur gengið mjög á Íslandi. Hér eru flestir viðburðirnir auk þess sem stórir SUNDKEPPNI SVEITARFÉLAGA Sundkeppni sveitarfélaga er liður í Hreyfiviku UMFÍ. Hugmyndin að keppninni kom frá íþróttafulltrúa Fjallabyggðar árið 2015 þegar hann hafði samband við íþróttafulltrúa Norðurþings. Sveitarfélögin ætluðu í upphafi að keppa eingöngu sín á milli en með stuttum fyrirvara var haft samband við landsfulltrúa UMFÍ. Með sameigin- legu átaki varð úr að 28 sveitarfélög skráðu sig til leiks árið 2015. Sundkeppni sveitarfélaga fór fram í þriðja sinn í Hreyfiviku UMFÍ þetta árið. Þátt tóku 29 sveitarfélög og 34 sundlaugar. Sjö sveitar- félög bættust í hópinn sem tóku ekki þátt í fyrra. Sundkeppni sveitarfélaga 2015–2017 Árið 2015 Árið 2016 Árið 2017 28 sveitarfélög 35 sveitarfélög 29 sveitarfélög tóku þátt tóku þátt tóku þátt Syntir voru Syntir voru Syntir voru 3.900 km 4.030 km 3.215 km Samtals um Samtals um Samtals um 4.000 einstaklingar 6.000 einstaklingar 4.350 einstaklingar Freyðibað í heita pottinum sló í gegn á Sauðárkróki. 2012 25 boðberar 10 sveitarfélög 30 viðburðir 500 þátttakendur Fjölmennasta Hreyfivika UMFÍ til þessa bakhjarlar styðja verkefnið. Fleiri góðar hug- myndir koma líka úr grasrótinni en í öðrum löndum. Forsvarsmenn ISCA setja því Hreyfi- viku UMFÍ á sérstakan stall fyrir vel heppnuð verkefni. Ný bæjarfélög bætast við í Hreyfi- vikuna á hverju ári og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Áætlaðar tölur benda til að boðberar hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ hafi aldrei staðið fyrir jafn mörgum viðburðum og nú. Hér að neðan má sjá þróunina borið saman við árið 2012. 2017 150 boðberar 60 sveitarfélög 490 viðburðir 43.000 þátttakendur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.