Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Fóru í heitt bað fyrir skemmtanir Í grein um Hreppslaug í Bændablaðinu á síðasta ári var saga laugarinnar rakin á áhugaverðan hátt. Frásögnin hér styðst við hana. Þar segir m.a. að á fyrstu árum laugarinn- ar hafi ekki verið heitur pottur við hana. Þess í stað hafði verið búin til stífla í gilinu ofan við laugina. Þar myndaðist pollur sem ungir menn eru sagðir hafa sótt í fyrir dansleiki í sveitinni. Ástæðan fyrir vinsældum pollsins var sú að ungu mennirnir höfðu heyrt af því að sæðisfrumur þyldu illa mikinn hita og lágu þeir því sérlega lengi í heita vatninu til að drepa sem flestar sæðisfrumur og draga úr líkum á „óheppilegum afleiðingum skemmtunarinnar“. Ungmennafélög hafa í gegnum árin haft frum- kvæði að byggingu sundlauga víða um land. Hér eru upplýsingar um nokkrar laugar. • Ungmennafélag Ölfushrepps beitti sér fyrir bygg- ingu sundlaugarinnar í Laugaskarði í Hveragerði. Hún var byggð í tveimur áföngum, að stórum hluta af sjálf- boðaliðum, á árunum 1938-1945. Landsliðið í sundi æfði í sundlauginni þar til sundlaugin í Laugardal var vígð í Reykjavík árið 1966. • Ungmennafélagið Norðfirðingur hóf árið 1912 að reisa sundlaug á Norðfirði og lauk framkvæmdum átta árum síðar. • Árið 1994 hvatti Ungmennafélag Jökuldæla til bygg- ingar sundlaugar við Skjöldólfsstaðaskóla. Samþykkt var að félagið yrði aðili að framkvæmdinni. • Félagsmenn í Einherja, ungmennafélagi Vopnafjarðar, reistu sundlaugina í Selárdal árið 1949. Verkið var að mestu unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna. Sundlaugin var vígð árið 1950. Vissir þú … ... að konur eru í meirihluta stjórnenda sambandsaðila UMFÍ. Flestir formenn eru konur og framkvæmdastjórar líka. Formenn Framkvæmdastjórar Vissir þú … ... að karlar eru í meirihluta stjórnenda félaga með beina aðild að UMFÍ. Þrjár konur eru framkvæmdastjórar á móti tveimur körlum. Formenn Framkvæmdastjórar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.