Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands H vergerðingurinn Valdimar Haf- steinsson hefur, að eigin sögn, flottasta útsýnið í bænum fyrir augunum allan daginn því að út um skrifstofugluggann hans sést allur fjallahringurinn umhverfis Hveragerði. Fjöllin kringum bæ- inn hafa togað í Valdimar frá því að hann flutti í Hveragerði á fyrsta aldursári. Á milli fjallaferða stýrir hann þekktasta vörumerki Hveragerðis, fjölskyldufyrirtækinu Kjörís. Valdimar er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Valdimar er fyrrum fótboltamaður en færði sig yfir í blakið eftir að hann kynntist íþrótt- inni í Menntaskólanum á Akureyri, gegnum tilvonandi eiginkonu sína. Í ár keppti Valdi- mar í tuttugasta sinn á Öldungnum, árlegu ÞÁTTTAKENDUR Á LANDSMÓT UMFÍ 50+ VALDIMAR HAFSTEINSSON: FRÁ STRÖND TIL FJALLA öldungamóti í blaki. Hann er þó enginn öld- ungur núna og var það svo sannarlega ekki fyrir tuttugu árum þegar hann tók fyrst þátt. „Ég hætti ekki að mæta fyrr en við feðg- arnir spilum saman,” segir Valdimar kíminn en synir hans tveir, sem báðir eru landsliðs- menn í blaki og spila utan landsteinanna, einir Íslendinga, verða gjaldgengir eftir tvö ár. Valdimar er nokkuð vel á sig kominn, að eigin sögn, enda er hann einnig úrvals fjalla- hlaupari og hefur hlaupið Laugaveginn þrisv- ar auk annarra styttri hlaupa. Hveragerði hlýtur enda að teljast með betur staðsettum bæjarfélögum til að stunda utanvegahlaup. Valdimar tekur því þátt í tveimur greinum á Landsmótinu því að auk strandblakskeppn- innar, sem er nýjung í ár, fer einnig fram Heimamaðurinn og framkvæmdastjóri Kjöríss ætlar að taka þátt í fjallahlaupum og strandblaki á Landsmóti UMFÍ 50+. fjallahlaupskeppni. Það er þrettán kílómetra langt hlaup sem fer fram í hlíðunum og fjöll- unum fyrir ofan Hveragerði, þeim sömu og Valdimar horfir á út um skrifstofugluggann á hverjum degi. Áður en að Landsmótinu kom var Valdimar þó liðsstjóri með sonum sínum og öllum hinum í landsliði Íslands í blaki í undanriðli heimsmeistaramótsins í Lyon í Frakklandi, eftir að liðið komst upp úr smáþjóðariðli á síðasta ári. Smáþjóðaleikarnir tóku svo við, þar sem Valdimar varð að styðja liðið áður en alvaran tekur við á Landsmóti UMFÍ 50+. Árvirkinn, Selfossi Baldvin og Þorvaldur, Selfossi Bílaverkstæðið Klettur, Selfossi Bíliðjan ehf., Þorlákshöfn Bókakaffið, Selfossi Eðalmálun ehf., Selfossi Efnalaug Suðurlands, Selfossi Fossvélar ehf., Selfossi Frostfiskur ehf., Þorlákshöfn Gesthús, Selfossi Grís og Flex ehf./Korngrís, Laxárdal Hafnarnes Ver hf., Þorlákshöfn Hamarshöllin, Hveragerði Hjá Maddý ehf., Selfossi Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands Hverablóm, Hveragerði Járnkarlinn ehf., Þorlákshöfn Eftirtaldir aðilar gefa verðlaun á Landsmóti UMFÍ 50+ í HveragerðiKambabrún ehf., Hveragerði Kompan klippistofa ehf., Þorlákshöfn Listasafn Árnesinga, Hveragerði Litla brauðstofan slf., Hveragerði Loki lagnaþjónusta ehf., Hveragerði Múrþjónusta Helga Þorsteinssonar hf. Pasta og panini ehf., Hveragerði Raftaug hf., Hveragerði Rakarastofa Björns og Kjartans, Selfossi Rammi, Þorlákshöfn Skálinn í Þorlákshöfn Sumarhúsið og garðurinn TM, Selfossi Trésmiðjan Fagus, Þorlákshöfn Trésmíðar Sæmundar ehf., Þorlákshöfn Upplýsingamiðstöð Suðurlands, Hveragerði Óskum keppendum á Landsmóti UMFÍ 50+ góðs gengis: LANDSMÓT UMFÍ 50+ HVERAGERÐI Dýraríkið, Reykjavík Flúðasveppir, Flúðum Fossdekk, Selfossi Fóðurblandan, Selfossi, Hellu og Hvolsvelli Gesthús, Selfossi Hendur í höfn, Þorlákshöfn Hjá Maddý ehf., Selfossi Hot Springs Hostel, Hveragerði Jáverk hf., Selfossi Jötunn hf., Selfossi Karl úrsmiður ehf., Selfossi KPMG hf. Kynnisferðir – Reykjavík Excursions Lindin Tískuverslun, Selfossi Pylsuvagninn, Selfossi SB skiltagerð, Þorlákshöfn Toyota, Selfossi Átt þú eftir að smakka nýja Síríus rjómasúkkulaðið með saltlakkrísflögum og sjávarsalti? Þá átt þú einstaklega gott í vændum. Síríus rjómasúkkulaði. Svo gott.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.