Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands A ð mörgu er að huga þegar stór- viðburður er haldinn í litlu bæjar- félagi. Vonir eru bundnar við að allt að 600 þátttakendur mæti til leiks á Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði síðustu helgina í júní. Guðríður Aadnegard er formaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins sem sér um undirbún- ing mótsins. HSK er annar stærsti sambands- aðili UMFÍ en 50 félög eru undir hatti HSK. Mikið er um að vera hjá HSK um þessar mundir. „Mótið er svo miklu meira en bara keppni. Það er líka heilsusamleg afþreying. Þarna er keppt í um tuttugu greinum svo að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,” segir Guðríður. Á meðal greina á mótinu er pönnuköku- bakstur, gamalgróin keppnisgrein, og núna bætist crossfit-ið við svo að dæmi séu tekin af ólíkum greinum á mótinu þetta árið. Íslend- ingar hafa orðið ríkulega varir við crossfit- æðið sem hefur gengið yfir landið síðustu misserin. Hvergerðingar hafa fengið sinn hluta af því enda koma margir af hörðustu crossfit-urum landsins úr Hveragerði, leiddir af Íslands- og Evrópumeistaranum Björgvin Karli Guðmundssyni úr crossfit-stöðinni Hengli. „Crossfit sem keppnisgrein á Landsmótinu er liður í því að höfða til yngri hópsins yfir fimmtugu. Þetta er samt ekki eina nýjungin þetta árið heldur verður bæði boðið upp fugla- og jurtagreiningu,” segir Guðríður. Eins og flestir þekkja er Garðyrkjuskóli ríkisins í Hveragerði og þar er lögð stund á hinar ýmsu fræðigreinar. Það er því eins gott að dusta rykið af skruddunum því að innan Garðyrkjuskólans leynast margar framandi jurtategundir. Frægastar þeirra eru auðvitað bananaplönturnar sem þar eru ræktaðar. Góður staður fyrir hlaupin Guðríður segir íþróttaaðstöðuna í Hveragerði til mikillar fyrirmyndar og nefnir þar fótbolta- húsið uppblásna og sundlaugarnar en segir þó að fyrir frjálsar íþróttir, eins og 800 metra hlaup, þurfi að finna góðan stað þar sem eng- ar séu hlaupabrautirnar í bænum. Ekki þurfi þó að örvænta þar sem hún og hinir keppnis- stjórarnir muni finna lausnir á öllum vanda- málum sem upp komi, í samráði við sér- greinarstjórana á mótinu. Landsmót UMFÍ 50+ er þó ekki eina hugðarefni Guðríðar um þessar mundir. Unglingalandsmót UMFÍ mun einnig fara fram í heimasvæði HSK áður en langt um líður, nefnilega í Þorlákshöfn, en þó ekki fyrr en á næsta ári. GUÐRÍÐUR AADNEGARD, FORMAÐUR HSK: MIKLU MEIRA EN KEPPNI Nóg er að gera hjá Guðríði Aadnegard og félögum hennar i HSK um þessar mundir. Landsmót UMFÍ 50+ verður sett föstudagskvöldið 23. júní. Fjörið hefst strax á eftir með keppni í línudansi. Eitt það besta við Landsmót UMFÍ 50+ er að keppendur greiða eitt gjald og mega svo taka þátt í eins mörg- um keppnisgreinum og þeir treysta sér til. Eftir línudansinn á föstudagskvöldið er því kúrekastígvélunum skipt út fyrir íþróttaskóna, nú eða þau notuð í stígvélakastinu á sunnudeginum. LANDSMÓT UMFÍ 50+ HVERAGERÐI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.