Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Skagaströnd Sveitafélagið Skagaströnd, Túnbraut 1–3 Sauðárkrókur K-Tak ehf., Borgartúni 1 Varmahlíð Ferðaþjónustan Bakkaflöt, Bakkaflöt Siglufjörður Fjallabyggð – Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Gránugötu 24 Akureyri Raftákn ehf., Glerárgötu 34 Samvirkni ehf., Hafnarstræti 97 Baugsbót ehf., Frostagötu 1b Grenivík Brattás ehf., Ægissíðu 11 Húsavík Jarðverk ehf., Birkimel Egilsstaðir Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Klassík ehf., Selási 1 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2–4 Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Farfuglaheimilið Húsey, Húsey Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Reyðarfjörður Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20 Neskaupstaður Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6 Höfn í Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Skinney-Þinganes hf., Krossey Selfoss Vélaverkstæði Þóris ehf., Austurvegi 69 Árvirkinn ehf., Eyrarvegi 32 Flóahreppur, Þingborg Hveragerði Hveragerðiskirkja, Hverahlíð Laugarvatni Menntaskólinn að Laugarvatni Hvolsvöllur Krappi ehf., Ormsvelli 5 Kirkjubæjarklaustur Geirland ehf., Geirlandi Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2 Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður í Þorlákshöfn verslunarmannahelgina 2018, er í góðum farvegi. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið því að tilkynnt var haustið 2015 að mótið yrði haldið þar þremur árum síðar. Mótshaldari er Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK). Þetta verður 21. Unglingalandsmót UMFÍ. Fyrsta mótið var haldið á Dalvík árið 1992. Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir HSK byggja á mikilli reynslu á mótahaldi í gegnum tíðina. Unglingalands- mót UMFÍ var haldið í Þorlákshöfn um versl- unarmannahelgina 2008 og Landsmót UMFÍ á Selfossi sumarið 2013. HSK er jafnframt mótshaldari Landsmóts UMFÍ 50+ í Hverag- erði 2017. Gunnsteinn undirritaði samning um mótið ásamt Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, og Guðríði Aadnegard, formanni HSK, í Þorlákshöfn í lok maí sl. „Aðstaðan í Þorlákshöfn er mjög góð. En við höfum líka bætt hana talsvert. Í fyrra stækkuðum við knattspyrnusvæðið verulega og bættum tjaldsvæðið í bænum til að uppfylla væntingar og þarfir gesta. Næst er það strandblakvöllurinn,“ segir Gunnsteinn. Unglingalandsmótum UMFÍ fylgir aragrúi keppenda og gesta. Reikna má með um 2.000 keppendum og jafnvel 10.000 manns þegar allt er talið, með systkinum, foreldrum og öðru vandafólki. Markaðssetja Ölfus Bæjarstjórn Ölfuss hefur í aðdraganda Ungl- ingalandsmóts UMFÍ ráðist í heilmikla mark- aðssetningu á sveitarfélaginu til að fá fólk til að flytja í bæinn. „Þetta helst allt í hendur. Markmiðið hefur verið að halda þessu á lofti fram að Unglingalandsmótinu og auglýsa svæðið. Við erum að kynna svæðið til búsetu og atvinnuuppbyggingar,“ segir Gunnsteinn og tíundar þá fjölmörgu kosti sem fólki, sér- staklega fjölskyldum, standa til boða í Ölfusi. „Öll umgjörðin fyrir fjölskylduna er mjög góð í Ölfusi. Hér er mjög afslappað andrúms- loft. Við erum með mjög frambærilega íþrótta- aðstöðu, mjög góða leik- og grunnskóla og svo er stutt á höfuðborgarsvæðið og í annað þéttbýli.“ Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir Þorlákshöfn frábæran kost fyrir fjölskyldufólk. Svæðið sé frábært fyrir útivistarfólk og góð aðstaða til íþróttaiðkunar. Hér er hann ásamt Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, og Guðríði Aadne- gaard, formanni Héraðssambandsins Skarphéðins, þegar samningar um Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina 2018, voru undirritaðir. Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót í Þorlákshöfn 2018 kominn vel af stað

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.