Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands G ísli Páll Pálsson er formaður lands- mótsnefndar HSK sem ber hita og þunga af skipulagningu Landsmóts UMFÍ 50+, sem fram fer helgina 23. til 25. júní í Hveragerði. Gísli spilaði körfubolta í mörg ár og hefur auk þess víð- tæka reynslu af félagsmálum innan ung- mennafélagshreyfingarinnar. Hann verður auk þess sérgreinarstjóri í stígvélakasti. „Skipulagið á mótinu er með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár, þó alltaf megi breyta og bæta,” segir Gísli Páll. „Til dæmis verður bæði keppt í 50+ Throwdown (crossfit) og strandblaki hjá okkur í sumar. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, Hveragerðisbær kemur myndarlega að mót- inu og framkvæmd þess. Hér í bænum er líka öll keppnisaðstaða til mikillar fyrirmyndar. Má þar nefna Hamarshöllina uppi í dal, íþróttahúsið, glæsilega sundlaug, golfvöll og náttúrulega strandblakvöllinn okkar. Keppt verður í frjálsum íþróttum á „Ulló“ sem er íþróttasvæði Hvergerðinga undir Hamrinum. Nafnið er til komið vegna ullarþvottastöðvar- innar sem stóð þar rétt austan við í mörg ár,” segir hann. GÍSLI PÁLL PÁLSSON ÚR KÖRFUNNI Í SKYTTERÍIÐ Gísli Páll er sérgreinarstjórinn í einni af skemmtilegri greinum Landsmótsins, sjálfu stígvélakastinu. Hann keppir því ekki í kast- inu en gæti vel hugsað sér að vera með í pútti. „Ég þykist vita að Lárus Ingi vinur minn muni reyna að hafa mig út í það. Aðallega til að hefna harma við mig fyrir síðasta vetur en við tölum ekki meira um það. Ef ég mætti velja grein væri ég fyrsti maður á blað ef keppt væri í skotfimi með haglabyssu. En það verður bara að bíða betri tíma. Ég er ný- orðinn gjaldgengur á mótið og nægur tími fram undan.” Gísli Páll er enginn nýgræðingur þegar kemur að íþróttaiðkunum en hann æfði og spilaði körfu- bolta með mörgum helstu liðum „Stór-Hveragerðissvæðisins“ eins og hann kallar það; Njarðvík, KR og Íþróttafélagi stúdenta. Hann spilaði svo með liði Selfoss í körfu áður en hann lauk ferlinum á heimaslóð- um með Hamri í Hveragerði. Gísli sagði reyndar ekki alveg skilið við körfuboltann því að loknum keppnis- ferlinum tók við dómgæsla í tíu ár, þar af átta í úrvalsdeildinni. „Mér þótti mjög gaman að halda þannig tengslum við íþróttina og meira að segja að fá smávegis útborgað fyrir að halda líkamanum við,” segir Gísli. Nú eru bæði flautan og skórnir komin á hilluna og Gísli hættur allri ástundun íþrótta. „Áhugi minn beinist núna að hvers konar útivist og skotveiði. Eins á þátttaka í Hjálparsveit skáta í Hvera- gerði hug minn allan, auk fjölskyldunnar og vinnu.” Gísli Páll var formaður Íþróttafélagsins Hamars 1993–1994 og gjaldkeri körfuknattleiksdeildar félagsins frá stofnun til 2002. Hann var kjörinn í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins 1995 og gegndi m.a. embættum ritara og gjaldkera í þrjú ár. Gísli Páll var síðan kjörinn formaður HSK 2003 og gegndi því embætti til 2010. Hann var formaður fjölda landsmóts- og unglingalandsmótsnefnda á því tímabili. „Við í landsmótsnefndinni búumst við mikl- um fjölda á mótið í sumar og þó auðvitað væri skemmtilegast ef sem flestir gistu í Hveragerði þessa helgi, svona upp á stemmninguna, þá er auðveldlega hægt að keyra austur fyrir fjall frá höfuðborgarsvæð- inu til að taka þátt eða fylgjast með.” LANDSMÓT UMFÍ 50+ HVERAGERÐI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.