Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Bæjarstjórinn Aldís Hafsteinsdóttir segir Hvergerðinga hlakka mikið til Landsmóts UMFÍ 50+. Hún gerir ráð fyrir miklum mann- fjölda í bænum enda margt á boðstólum fyrir iðkendur jafnt sem áhorfendur. „Við hér í Hveragerði erum afskaplega ánægð með að Ungmennafélag Íslands skuli hafa ákveðið að halda mótið hér enda aðstaða til íþróttaiðkana í bænum til mikillar fyrirmynd- ar. Hér er tiltölulega nýbúið að reisa fimm- þúsund fermetra loftborið íþróttahús sem er einstakt á landsvísu og gefur tækifæri til alls konar íþróttaiðkana, sama hvernig viðrar. Svo eru hér aðrir góðir íþróttavellir og -hús. Við erum líka eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem getur boðið upp á þrjár sundlaugar inn- an bæjarmarka. Það eru forréttindi sem við njótum,“ segir Aldís. Helsta sundlaugin í Hveragerði er þó tví- mælalaust sundlaugin í Laugaskarði. Hún skartar ekki aðeins einu fegursta laugarstæði landsins heldur er hún líka vel varin fyrir norð- angarranum sem svo oft læðist að fáklædd- um sundlaugargestum. Skjólið skilar því að oft verður til hitapottur í lauginni sem sund- laugargestir fá notið. Vinsælasta gönguleið landsins í Hveragerði Gönguleiðirnar í kring um bæinn eru margar og sumar með þeim allra vinsælustu á land- inu meðal ferðamanna, að sögn Aldísar. „Í Reykjadal er til dæmis ein fjölfarnasta göngu- leið á Íslandi, sex kílómetrar fram og til baka og um hana er gríðarleg umferð af fólki,” segir Aldís. „Flestir ættu að geta komist inn í Reykjadalinn. Hann er nokkurra kílómetra langur og þangað treysta sér ekki allir til að byrja með. Upphaf leiðarinnar er í sæmilegri brekku svo að hún er vissulega ekki fyrir alla. En þeim sem leggja ekki í brattann bjóðum við fjölbreyttar gönguleiðir hérna í náttúr- unni í kring,” segir hún. Það er því enginn skortur á möguleikum til íþrótta og útivistar fyrir þá sem sækja mót- ið þetta árið. Golfvöllurinn er skemmtilegur níu holu völlur og ólíkur öllum öðrum á Íslandi, þar sem hann stendur í góðu skjóli í dalverpi. Hann er byggður á hverasvæði, náttúrulegu snjóbræðslukerfi, svo að flatirn- ar eru mýkri en þekkist annars staðar hér á landi. Þá eru ótalin hestamennskan, fjalla- hjólreiðarnar sem og hlaupin upp fjölda nátt- úrustíga og -slóða. Gróðurhúsin eru full af blómum, berjum og grænmeti, svo að fátt eitt sé talið. Hveragerði í örum vexti Engin furða er að Hveragerði skuli vera ört stækkandi bæjarfélag sem telur í dag um 2.500 manns. „Við finnum fyrir miklum meðbyr hérna í Hveragerði og auðvitað hjálpar skorturinn á húsnæði í Reykjavík,” segir Aldís. „Fólk er einnig að átta sig á því að ferðin til Reykja- víkur tekur ekki nema hálftíma. Það er því vel hægt að búa í Hveragerði án þess að missa af neinu í höfuðborginni og njóta allra kostanna við að búa í smábæ úti á landi. Njóta nálægðarinnar við náttúruna og þorps- stemmningar, sem mörgum finnst heillandi, en vera þó nánast í úthverfi frá Reykjavík. Það er hægt að sækja allt frá Hveragerði, svo sem listsýningar, bíó og margt fleira. Vega- samgöngurnar eru líka alltaf að batna og enn meiri vegabætur fyrirhugaðar. Akstursstefn- ur eru að stærstu leyti aðskildar alla leiðina til borgarinnar. Strætó er með tólf til fjórtán Reykjavíkurferðir á dag, beinustu leið í Mjódd- ina, þar sem farþegarnir fá skiptimiða hvort sem förinni er heitið í vinnu eða skóla,“ segir Aldís ennfremur. ALLT Í BLÓMA OG SÓMA Í HVERAGERÐI Flestir, sem hafa aldur til að keppa á Landsmóti UMFÍ 50+, hljóta að muna eftir og hafa þekkt Eden í Hveragerði. Margir fóru þangað að borða ís við frumskógaraðstæður og kíkja á apann sem þar bjó. En Eden er löngu horfið og í staðinn eru komnir nýir veitingastaðir og nú síðast míkróbrugghús inni á þeim nýjasta. Innviðir Hveragerðis styrkjast því í takt við hið ört vaxandi sveitarfélag sem mun vafalaust skarta sínum feg- urstu blómum þegar heilu hersingarnar af rúmlega hálfrar aldar gömlum íþróttagörpum etja þar kappi hverjir við aðra. LANDSMÓT UMFÍ 50+ HVERAGERÐI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.