Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 525-7700 | flytjandi.is ÞARFTU AÐ LÁTA FLYTJA EITTHVAÐ? Eimskip Flytjandi býður upp á daglegar ferðir til allra landshluta árið um kring. Við leggjum áherslu á að koma sendingu þinni örugglega til skila á sem skemmstum tíma, hvort sem um er að ræða lítinn pakka eða stóra vörusendingu. Hafðu samband við starfsfólk Flytjanda í síma 525-7700 og fáðu tilboð. Mikilvægt er fyrir öll þau sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvit- uð um skyldur sínar og ábyrgð, hvað má og hvað má ekki. UMFÍ hefur frá árinu 2010 verið aðili að Æsku- lýðsvettvanginum (ÆV). Hann stendur m.a. fyrir fræðslu og námskeiðum fyrir þá sem starfa með börnum og ungmennum hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum. Mikilvægt er að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar innan aðildarfélaga ÆV kynni sér Æskulýðslög. Sambandsaðilar UMFÍ geta leitað til UMFÍ og Æskulýðsvettvangsins varðandi upplýsingar og aðstoð í þessum málum. • Innan Æskulýðsvettvangsins eru í gildi siða- reglur sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálf- boðaliða sem starfa innan Æskulýðsvettvang- ins. Hér eru nokkur atriði úr siðareglum fyrir fólk sem vinnur með börnum og ungmenn- um: Ávallt skal leita eftir samþykki þeirra sem hyggjast hefja störf fyrir leyfi fyrir öflun upp- lýsinga úr sakaskrá. • Starfsfólk og sjálfboðaliðar eru fyrirmyndir þátttakenda í starfi og ber að sýna góða hegð- un og gott fordæmi jafnt í starfi sem og utan þess. • Öll neysla tóbaks, áfengis eða annarra vímuefna er óheimil í starfi með börnum og unglingum. • Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu sinna þátttakendum af alúð í starfi en halda sig í faglegri fjarlægð utan viðburða og forðast náið samband við þá. • Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu aldrei hafa frumkvæði að samskiptum við þátttak- endur nema slíkt sé í tengslum við þátttöku barns og unglings. • Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu aldrei stofna til óviðeigandi sambands við börn og ungmenni sem eru þátttakendur í starfi. • Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu forðast þá aðstöðu að vera ein með þátttakanda í starfi. • Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu ekki mis- nota stöðu sína á neinn hátt, svo sem líkam- lega, andlega eða kynferðislega þegar kemur að samskiptum við þátttakendur eða annað starfsfólk og sjálfboðaliða. • Ávallt skal sýna fyllstu aðgát og varkárni í starfi og koma í veg fyrir að börn lendi í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Þetta á bæði við um börn og sjálfboðaliða sem ekki hafa náð 18 ára aldri. • Varast skal hvers konar snertingu sem gæti leitt til misskilnings í samskiptum við börn, unglinga og samstarfsfólk. • Starfsfólk og sjálfboðaliðar skulu huga að ábyrgum rafrænum samskiptum og netnotk- un við þátttakendur. Forðast skal að eiga samskipti í gegnum síma og samskiptasíður á internetinu nema í tengslum við þátttöku barna í viðburðum. • Koma skal fram af heiðarleika og virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað er með eða fyrir, auk þess sem engum skal mismunað með orðum eða hegðun á grundvelli þjóð- ernis, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kyns, aldurs, trúarbragða, skoðana, kynhneigðar, fötlunar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti. • Einelti skal aldrei liðið. HVAÐ MÁ OG HVAÐ MÁ EKKI?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.