Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.02.2017, Blaðsíða 43
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 43 Formaður Ungmennafélags Laugdæla segir Facebook þægilegasta miðilinn til að koma upplýsingum á framfæri við félagsmenn. Google Drive er notað til að vista gögn til langframa. Misjafnt er hvaða miðla ungmennafélög nota til að upplýsa félagsmenn. „Við nýtum þann miðil sem er auðvelt að nota og nær til flestra,“ segir Pétur Ingi Haraldsson, formað- ur Ungmennafélags Laugdæla. Félagið notar Facebook til að upplýsa iðkendur og forráða- menn um viðburði, bæði á vegum félagsins og hitt og þetta sem er í vændum. Fólk er beðið um að skrá sig í kommentum við við- eigandi færslu. Facebook einfalt fyrir leikmenn Pétur segir kostinn við Facebook þann að þar sé skilaboðum komið til flestra á sem stystum tíma. Ungmennafélagið hafi notað heimasíðu til ársins 2013. Erfiðlega gekk að viðhalda henni og var ákveðið árið 2013 að nota frek- ar Facebook. „Heimasíður geta verið dýrar í rekstri og þegar vandamál koma upp þarf að fá ein- hverja hjálp. Það þarf líka að finna einhvern til að búa síðuna til, halda henni við og hún kostar umstang,“ segir Pétur. Hann bendir á að Facebook sé mun einfaldari fyrir leik- menn í tæknimálum. „Fólk man heldur ekki alltaf eftir því að fara á heimasíður og lesa fréttir og tilkynn- ingar. En það nota næstum allir Facebook. Miðillinn er einfaldur fyrir leikmenn og svo eru allir með Facebook-app í símunum sín- um. Þar náum við til miklu fleiri,“ segir Pétur og mælir með því. Stjórn Ungmennafélags Laugdæla er með aðgang að Facebook-síðu félagsins og getur því takmarkað hvað hægt er að setja inn á hana. „Við notum hana fyrir allt sem tengist ung- mennafélaginu,“ segir Pétur og bendir á að inn á síðuna séu settar tilkynningar um alla viðburði, tímasetningar æfinga og keppna og myndir frá félaginu. Þegar farið er á stór- mót eins og Gautaborgarleikana í fyrra eru Næstum allir eru á Facebook. En viljið þið vera á Facebook? Mikilvægt er að ígrunda það vel og skipuleggja starfið í kringum samfélagsmiðilinn í stað þess að rjúka af stað. Það þarf nefnilega að rækta garðinn sinn á Facebook. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem hafa áhuga á því að búa til Facebook-síðu fyrir félagið sitt. • Hvað á að vera á síðunni? Áður en rokið er til og búin til Face- book-síða verður að skilgreina hvað eigi að vera á henni. Betra er að hafa tiltölulega fá efnisatriði en of mörg. Ef þau eru of mörg er hætt við að síðan verði flókin og að umfjöllunar- efnið fari út um víðan völl. Takmark- ið ykkur frekar við einföld atriði eins og fréttir af viðburðum, tilkynningar og tímasetningar æfinga. • Hver er markhópurinn? Mikilvægt er að vita fyrir hverja síð- an er, t.d. iðkendur og foreldra barna í félaginu. • Hver á að sjá um Facebook- síðuna? Veljið 2–3 einstaklinga sem eru tilbúnir til að taka að sér að sjá um Facebook-síðu félagsins. • Takið frá tíma einu sinni á dag eða 1–2 á viku til að uppfæra Face- book-síðuna, setja inn nýjar fréttir og myndir úr starfi félagsins. • Gerið áætlun um fjölda færslna á Facebook-síðu félagsins yfir ákveð- ið tímabil, mánuð eða ár. Það skerpir viðhorfið til efnisins og gerir viðhald síðunnar skilvirkara. • Veltið ykkur ekki upp úr því hversu margir hafa „like-að“ Face- book-síðu félagsins. Það skiptir meira máli að þeir sem hafa gagn af upp- lýsingunum viti af henni. • Reynið að hafa myndir úr starfi félagsins með hverri færslu. Myndir vekja meiri athygli en texti án myndar. Góð mynd getur líka sagt meira en þúsund orð. • Umsjónaraðilar Facebook- síðunnar þurfa að fylgjast með skila- boðum og athugasemdum á síð- unni. Besta ráðið er að svara alltaf og eins fljótt og auðið er. Ef svarið krefst yfirlegu er gott að segja við- komandi að aflað verði ítarlegri upp- lýsinga og að þær verði birtar þegar þær liggja fyrir. • Segið iðkendum og forráða- mönnum barna, sem stunda íþrótt- ir með félaginu, frá Facebook-síðunni svo að allir geti fylgst með. NOKKUR RÁÐ UM SAMFÉLAGSMIÐLA Ungmennafélag Laugdæla notar það sem virkar búnar til sérsíður sem tengdar eru við aðal- síðu Ungmennafélagsins á Facebook. Efnið á sérsíðunum fjallar aðeins um viðeigandi viðburð. Skjalavistun á Google Drive Til viðbótar við Facebook vistar stjórn Ung- mennafélags Laugdæla ársskýrslu, gögn og ýmislegt fleira á Google Drive. Þar má líka nálgast efnið þegar endurnýjun er í stjórn félagsins. Pétur segir lítil ungmennafélög eiga það til að vista gögn á mörgum stöðum og því sé gott að finna einn stað fyrir öll gögnin. „Ungmennafélag Laugdæla hefur haldið þorrablót í 100 ár. Þegar ný skemmtinefnd tekur við getur hún farið á Google Drive og séð hvað hefur verið gert í gegnum tíðina og hvað þurfi að gera til að halda gott blót. Eftir því sem utanumhaldið er einfaldara því betra er það,“ segir Pétur Ingi Haraldsson, formaður Ungmennafélags Laugdæla. Ungmennafélag Laugdæla stendur sig vel í miðlun upplýsinga. Þar er Facebook nýtt til að ná til sem flestra og upplýsa þá um viðburði á vegum félagsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.