Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Niðurstöður könnunar vegna #MeToo Snemma árs 2018 steig hópur íþróttakvenna fram undir myllumerkinu #MeToo og greindu konurnar frá kynbundnu ofbeldi og áreiti í heimi íþróttanna. Þær birtu 62 sögur kvenna úr heimi íþrótta af kynbundinni mismunun, „Ég greini viðhorfsbreytingu. Hún mun taka tíma. Það hefur verið gert margt jákvætt í þessu máli, verið er að vinna vel að því innan íþróttahreyfingarinnar og margt er gert. En það þarf að gera betur,“ segir Anna Soffía Víkingsdóttir. Hún var í forsvari fyrir fyrrgreind- um hópi íþróttakvenna sem steig fram undir myllumerkinu #MeToo eftir áramótin og greindi frá kynbundnu ofbeldi og áreitni í heimi íþróttanna. Anna nefnir sérstaklega að skilgreina þurfi betur starf og skyldur þjálfara. Stór félög hafi fjárhagslegt bolmagn og mannafla til að senda þjálfara á námskeið þar sem hlutverk hans er skilgreint og íþróttamenntun hans haldið við. Þetta ráði lítil félög illa við. Þau séu fjárvana og sjálfboðaliðar taki að sér flest þau hlutverk sem fylla þarf upp í til að viðhalda félaginu og æfingum á vegum þess. Það get- ur reynst hættulegt, segir Anna. kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Með sögunum fylgdi yfirlýsing sem 462 kon- ur skrifuðu nafn sitt undir með kröfu um að stúlkur og konur fái að iðka íþrótt sína í öruggu umhverfi og vera lausar við kynbund- ið misrétti og kynferðislega áreitni af öllum toga. Í kjölfarið setti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra á laggirnar starfs- hóp um gerð aðgerðaáætlunar um það hvernig eigi að bregðast kynbundinni áreitni innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar og samræma bæði verklag og fræðslu. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri UMFÍ, hefur verið í hópnum frá fyrsta degi ásamt fulltrúa íþróttakvenna og ÍSÍ. „Námskeiðin eru líka oftast haldin í Reykjavík, það gengur illa fyrir marga,“ segir Anna, sem sjálf er búsett á Akureyri. Anna segir að gera þurfi betur við þjálfara og skilgreina starf þeirra. Það er hægt ef viðkomandi þiggur laun fyrir starf sitt. „Það er algengt í minni íþrótta- félögum að þjálfarar eru sjálf- boðaliðar og starfa í stjórn viðkomandi félags og ræða stefnu þess á ýmsa kanta,“ segir hún og bætir við að þjálfarar eigi ekki að koma að stjórn félag- anna. Öðru máli gegni um sjálfboðaliðana hjá litlum félögum. Anna segir að íþrótta- félög verði að greiða þjálfur- um sínum laun. „Ég væri til í að sjá meira af slíku og að þjálfarar væru sendir á námskeið. Það myndi bæta stöðu þjálfara og skilgreina hvað má og hvað ekki,“ segir hún og bætir við að fái fólk greitt fyrir vinnu sína sé hægt að gera það ábyrgt fyrir gjörðum sínum. En hvað hefur breyst eftir #MeToo? „Það er eitthvað að breytast í samfélaginu. Mér finnst vera vitundarvakning. En hún tekur tíma. Það kemur alltaf bakslag og svo þarf að ýta málinu áfram. Ég upp- lifi sterkt að það sé ákveðin vakning í gangi og að fólk vilji breyta þessu. Sögurnar eiga ekki að gerast,“ segir Anna og leggur áherslu á að alltaf beri að sama brunni: Skilgreina þurfi starf þjálfara betur svo að hann viti hvað megi og hvað ekki í samskiptum sínum við iðkanda. Starf og skyldur þjálfara þurfa að vera skýrari

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.