Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 1. tbl. 2018 Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags Íslands. Það hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Blaðið kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goðsagnaverunnar Dags er ók um himinhvolfin í norrænum sagnaheimi. Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Ljósmyndir: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Örn Guðnason, Gunnar Gunnarsson, Ívar Sæland o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. o.fl. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Kápa Skinfaxa er prentuð á 150 gr Munken pappír sem er innfluttur frá Svíþjóð. Innsíður eru prentaðar á 65 gr pappír. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Eiður Andri Guðlaugsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Guðmunda Ólafsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568-2929 umfi@umfi.is – www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki) Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Jóhann Steinar Ingimundarson, meðstjórnandi Varastjórn UMFÍ: Sigurður Óskar Jónsson, Gunnar Þór Gestsson, Lárus B. Lárusson og Helga Jóhannesdóttir. Forsíðumynd: Forsíðumyndina tók ljósmyndarinn Ívar Sæland af kátu Ungmennaráði UMFÍ á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór á Hotel Borealis að Efri-Brú í Grímsnesi dagana 21.–23. mars 2018. Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmennafélaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Í hreyfingunni eru í dag um 160.000 félagar í rúmlega 300 ungmenna- og íþróttafélögum um land allt. „Það er mikilvægt að hafa starfsmann í fullu starfi. En það er erfitt fyrir félagið á staðnum. Þess vegna skiptir miklu máli að taka upp við- ræður við sveitarfélög eða aðra, svo sem fyrir- tæki á staðnum, um að taka á sig launakostn- að íþrótta- og tómstundafulltrúa í stað héraðs- og ungmennasambandsins. Það er allra hag- ur,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka í Vestur- byggð. Á 50. sambandsþingi UMFÍ á Hallormsstað í fyrrahaust var m.a. rætt um að auka þyrfti fjármagn til rekstrar héraðs- og ungmenna- sambanda. Rætt var um að stjórnvöld eða sveitarfélög leggðu sitt af mörkum með sama hætti og þegar þrýst var á stjórnvöld um að leggja fram aukið fjármagn til rekstrar sér- sambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Héraðssambandið Hrafna-Flóki er í sömu eða svipaðri stöðu og mörg önnur sambönd á landinu. Það greiðir allan launakostnað framkvæmdastjóra sambandsins. Hjá öðrum samböndum er framkvæmdastjóri ýmist í hálfri stöðu eða öðru hlutfalli með öðrum störfum. Þetta fyrirkomulag getur slitið í sundur samfelluna sem ætti að vera í starf- semi viðkomandi félags og dregur úr starfs- öryggi starfsmanns. Framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka er jafnframt íþrótta- og tóm- stundafulltrúi sveitarfélagsins. Fyrir þremur Betra að launakostn- aðurinn dreifist Taki sveitarfélög á sig launakostnað íþrótta- og tómstundafulltrúa af héraðssambandi getur starfið batnað til muna. árum fór héraðssambandið í samstarf með Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi og nokkr- um stórum fyrirtækjum á svæðinu sem styrktu starfið. Starfið er að stórum hluta bundið íþróttaskóla héraðssambandsins, sem starfar í þremur bæjarfélögum alla virka daga á skólaárinu og framkvæmdastjórinn sinnir sem íþróttafulltrúi. Starfsfólki hefur líka fjölg- að í kringum íþróttaskólann. Allur þessi rekst- ur eykur baggann á héraðssambandinu og og getur orðið þungur í skauti. „Það er hagur sveitarfélaganna að þau taki á sig launakostnað íþrótta- og tómstunda- fulltrúa. Það ætti að efla héraðs- og ung- mennasambönd landsins,“ segir Iða Marsibil. Nemendur Grunnskólans á Bíldudal skemmtu sér á kósýdegi í íþróttaskólanum ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúan- um Páli Vilhjálmssyni sem jafnframt er framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Iða Marsibil Jónsdóttir, formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.