Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands B jartur Aðalbjörnsson skrifar nú sögu Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði. Hann segir söguna teygja anga sína víðar en hann grunaði áður og hann brýnir fyrir forsvarsmönnum ungmennafélaga að tryggja að heimildir um félögin fari ekki í glatkistuna. „Það hefur komið mér helst á óvart hve lítið Vopnfirðingar hafa hirt um að skrá sögu félagsins,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson. Hann byrjaði á síðasta ári að safna heimildum og ljósmyndum og skrá sögu Ungmennafélag- ins Einherja á Vopnafirði. Að auki er hann að grafast fyrir um starfsemi annarra ungmenna- og íþróttafélaga á Vopnafirði fyrir stofnun Einherja árið 1929. Fyrirhugað er að minnast félagsins á einhvern hátt þegar félagið fagnar 90 ára afmæli á næsta ári. Bjartur hefur leitað heimilda víða við sögu- ritunina. „Ég hef verið að grúska í gömlum tímarit - um í meira en ár og grafið upp margt áhuga- vert í gömlum tölublöðum af Skinfaxa. Ég vonast til að geta skrifað sögu Einherja í ein- hverri mynd á afmælisárinu. Gerðabækur félagsins frá árunum 1936–1985 hafa varðveist og veita góða innsýn í starf félagsins á því tímabili. Í þeim komst ég m.a. að því að félagið var stofnað 1929 en ekki 1925 eins og hingað til hefur verið talið. Mig vantar þó fundargerðabók frá árunum 1929–1936 en ég held í vonina um að hana sé einhvers staðar að finna,“ segir Bjartur. Honum hefur líka áskotnast mikið magn ljósmynda sem hann skannar inn í tölvu. Einnig hefur hann fengið gömul bréf, í hend- ur og lesið bækur og tímarit bæði UMFÍ og UÍA sem fjalla á einn eða annan hátt um sögu Ungmennafélagsins Einherja. Bjartur hefur líka grúskað í Héraðsskjalasafni Aust- firðinga og tekið viðtöl við gamla félags- menn og margt fleira. En hefur eitthvað komið á óvart? „Það sem hefur helst komið mér á óvart er hvað margir komu að starfi Ungmennafélags- ins Einherja fyrstu áratugina, fólk sem ég hafði aldrei heyrt um. Ég hef því eytt miklum tíma á Íslendingabók og í lestur minningar- greina um gamla stjórnarmenn og félags- menn í ungmennafélaginu. Næsta verkefni er að hafa samband við afkomendur gamalla Brýnir fyrir ungmennafélögum að passa upp á söguna Lumi fólk á efni úr sögu Ungmenna- félagsins Einherja eða á góðri frásögn úr sögu félagsins er best að hafa samband við Bjart á netfanginu bjartur@einherji.net eða hringja í hann í síma 843-9759. formanna til að nálgast ljósmyndir af þeim. Þá hafa vinir mínir á elliheimilinu hérna á staðnum getað hjálpað mér við að fylla í ein- hverjar eyður en ég vildi óska þess að sú grunnvinna sem ég er að vinna núna hefði verið unnin 20–30 árum fyrr þegar kynslóðin, sem kom að stofnun og starfsemi á fyrstu árum félagsins, var á lífi,“ segir Bjartur. Bjartur mælist til þess að þau ungmenna- félög sem hafa ekki látið skrá ágrip af sögu sinni komi á laggirnar sögunefndum innan félaganna sem sjái um öflun heimilda og skrásetningu. „Ég ætla að leggja það til á næsta aðal- fundi Einherja að slík nefnd verði stofnuð hér. Það er mikið verk að vinna að svona sagnaritun einn, í fullri vinnu og vera einnig leikmaður með félaginu,“ segir Bjartur Aðal- björnsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.