Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 „Við erum bæði skráð í skotfimi á 22 kali- bera riffla. En svo kom sveitamaðurinn upp í okkur og við skráðum okkur líka í stígvélakastið,“ segir Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir sem varð 43 ára í byrj- un árs. Hún hefur æft skotfimi í fjögur ár og hefur unnið mikið með Skotfélagi Snæfellsness þótt hún hafi nýverið flutt úr Grundarfirði í Voga á Vatnsleysu- strönd. Aðalheiður segir Pétur Má Ólafsson, eiginmann sinn, hafa farið með byssu frá unga aldri enda er hann alinn upp í sveit en æfir með Skotfélagi Keflavíkur. „Þetta er fjölskyldusportið,“ segir Aðal- heiður en bætir við að hún hafi aðeins keppt í skotfimi, aldrei farið á veiðar. „Ég hef aðeins keppt innan félags míns og keppt innanhúss í Borgarnesi. Það er alltaf gaman að fara út úr bænum og hitta nýtt fólk, eins og á Sauðárkróki. Þegar við komum þangað ætlum við að prófa ýmislegt,“ segir hún og ætlar að ýta á strákana í skotfélaginu fyrir vestan að skella sér norður á Landsmótið á Sauðárkróki í sumar. Björg Inga Erlendsdóttir keppti í glímu á Unglingalandsmóti UMFÍ í Vík fyrir 13 árum. Nú snýr hún aftur á mót UMFÍ til að keppa í brennibolta. Brennibolti er þegar orðinn með vin- sælustu greinunum á Landsmótinu og fjöldi fólks þegar búinn að skrá sig í hann. Björg Inga Erlendsdóttir, sem verður 27 ára á þessu ári, er þar á meðal. Hún hefur æft brennibolta tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi síðastliðin tvö ár. Hún var ekki að leita að þessari grein þegar hún rak augun í auglýsingu um æfingar í brennibolta í Kórnum á Face- book en mundi samstundis eftir því hvað íþróttin var skemmtileg í grunnskóla og skellti sér á æfingu. Með henni keppa Pétur Már og Aðalheiður fagna fyrstu sætum hvort í sínum flokki í skotfimi. Vill fá strákana norður í skotfimi konur á öllum aldri. „Ég veit ekki hvað við er- um margar í brenniboltanum. En þetta er góður hópur, 4–5 í liði, og kannski fimm lið,“ segir hún og telur að flestar, sem hún æfir með, ætli að skrá sig í greinina á Landsmót- inu auk karlaliðs. Þetta verður fyrsta keppni hópsins utan keppni innbyrðis. Björg þekkir til móta UMFÍ. Hún æfði glímu með Val á Reyðarfirði á yngri árum og keppti undir merki UÍA á Unglingalandsmótinu í Vík í Mýrdal um verslunarmannahelgina 2005. Hún segist nú hafa lagt glímubeltið á hilluna. „Brennó er ferlega skemmtileg íþrótt. Hún er erfið, eiginlega hörkupúl,“ segir Björg Inga og bætir við að óráðið sé hvort hún keppi í fleiri greinum. „Við fjölskyldan förum norður og skoðum hvað er í boði,“ segir hún. Brenniboltinn slær í gegn Aðalheiður Lára og eigin- maður hennar hafa bæði skráð sig í skotfimi og stígvélakast. Þau ætla líka að prófa ýmislegt fleira. Aðalheiður einbeitir sér að því að skjóta í mark.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.