Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 35
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Sjálfboðaliðastarfið opnaði dyr út í heim Árdís: Ég er forvitin um sjálfboðaliðastarfið. Hvað er það sem heillar við þetta starf og hvað færðu út úr því? Elísabet: Sem sjálfboðaliði skipulegg ég viðburði fyrir ungmenni. Þau eru allt frá 13 ára aldri og upp í 30 ára. Viðburðir, sem við í ung- mennaráðinu komum að, eru mjög fjölbreytilegir. Við erum um- ræðustjórar á mörgum ráðstefnum og fræðslufundum, s.s. Sýnum karakter, sem er verkefni á vegum UMFÍ og ÍSÍ, og Umræðupartýi UMFÍ, sem er haldið tvisvar á ári. Við höldum líka svokallaðar Skemmtihelgar þar sem við förum út á land og bjóðum með okkur öðrum ungmennum og fáum fyrirlestra og aðra fræðslu. Þar verj um við helginni í að læra eitthvað nýtt, kynn ast betur, mynda tengsla- net og skemmta okkur, án áfengis og vímuefna að sjálfsögðu. Svo er okkur boðið á norrænar ráðstefnur þar sem við höfum tækifæri til að móta ung mennastarf á öllum Norðurlöndunum. En stærsta verkefnið okkar er ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem er stærsta ungmenna ráðstefna á Íslandi, með allt upp í 100 þátt takendur. Þessa ráðstefnu skipuleggjum við frá grunni og sjáum alfarið um hana. Ár hvert veljum við umræðuefni sem brennur á ung menn- um hverju sinni. Árdís: Getur þú nefnt mér dæmi um mál á ráðstefnunni sem vakið hefur eftirtekt og verið til umræðu í samfélaginu? Elísabet: Já, árið 2016 var umræðuefnið okk- ar geðheilbrigði. Við fengum til okkar sálfræð- ing frá Kvíðameðferðarstöðinni sem útskýrði fyrir okkur hvað geðheilbrigði er. Að lokinni ráðstefnunni sendum við ályktun til stjórn- valda þar sem við hvöttum þau til að horfa alvarlegum augum á það hættuástand sem ríkir í þjóðfélaginu á þessu sviði og til að setja heilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðismál í forgang. Árið 2017 var útgangspunkturinn sá að ungt fólk sé ekki bara leiðtogar fram- tíðarinnar heldur værum við til núna og vild - um hafa áhrif núna en ekki eftir mörg ár. Á ráðstefnunni ræddum við málefni sem bein - ast beint að ungmennum. Aðalmálefni ráð- stefnunnar voru þó ýmis mál sem brenna á ungu fólki, á borð við mennta-, heilbrigðis-, samgöngu- og stjórnsýslumál. Í lok ráðstefn- unnar buðum við öllum þingmönnum og ráðherrum þáverandi ríkisstjórnar til að koma í pallborð og svara spurningum ungmenna. Af 63 þingmönnum mætti aðeins einn á ráð - stefnuna! Eins og alltaf sendum við í lok ráð- stefnunnar ályktun til stjórnvalda um að leita meira til ungmenna varðandi málefni sem að þeim snúa og að lækka kosningaaldur úr 18 árum niður í 16 ár. Árdís: Af hverju valdir þú sjálfboðastarfið? Elísabet: Ég tók þátt í Skemmtihelgi sem þá- verandi ungmennaráð UMFÍ hélt. Mér fannst rosalega gaman, ég lærði heilan helling og fékk gífurlegan áhuga á starfi ráðsins. Seinna sá ég að það vantaði meðlimi af Vesturlandi í ráðið svo að ég bauð mig fram. Síðan þá hef ég verið í þessu ráði í rúmlega fjögur ár.” Árdís: Hvað færð þú út úr því að vera sjálf- boðaliði? Elísabet: Það helsta sem sjálfboðastarf hefur gefið mér er sjálfstraust. Það hefur líka gefið mér tækifæri til að ferðast, bæði um Ísland og til annarra landa. Það hefur gert mér kleift að kynnast nýju fólki og nýrri menningu. Það er líka rosalega gaman að sjá alla vinnuna skila árangri og sjá að hún getur haft áhrif á líf annarra. En svo er þetta gífurlega skemmti- legt og Ungmennaráð UMFÍ er frábær félags- skapur. Árdís: Sérðu þig halda áfram í þessu sjálf- boðaliðastarfi í framtíðinni? Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir er starfs maður í Kjörbúðinni í Búðardal. Hún sér um félagsstarf fyrir unglinga í Dalabyggð og hefur sem sjálfboðaliði á vegum UMFÍ tekið þátt í vinnu Ungmennaráðs UMFÍ um nokk urra ára skeið. Elísabet verður 24 ára í maí á þessu ári. Hún á 16 ára systur, Árdísi Lilju. Þær settust saman niður við eldhúsborðið á heimili þeirra og þar spurði Árdís systur sína um hvernig það væri að vera sjálfboðaliði UMFÍ. Elísabet Ásdís Elísabet: Ég má bara sitja í ungmennaráði UMFÍ í tvö ár í viðbót. Þetta hefur verið svo gaman að mig langar til að bjóða mig fram í stjórn UMFÍ og halda áfram að vera sjálf- boðaliði í þessari frábæru hreyfingu. Árdís: Er þetta þess virði – ég meina, þú færð ekkert borgað! Elísabet: Jú, þótt ég fái ekki borgað í pening- um þá fæ ég borgað með ýmsum öðrum hætti. Greiðslan er í formi reynslu, ánægju og ferðalaga á vegum Ungmennaráðsins. Svo má ekki gleyma pizzunum! Árdís: Myndir þú mæla með því að fólk gerist sjálfboðaliðar? Elísabet: Já, hiklaust. Sjálfboðaliðar eru aldrei of margir – en þeir geta verið of fáir. Það er hægt að vinna sjálfboðastarf á margan hátt og jafnvel fundið þar nýtt áhugamál. Það er líka frábær tilfinning að vinna með öðrum – líka þótt maður fái ekki borgað fyrir það á hefðbundinn hátt. Árdís: Er eitthvað sem þú vilt fá að koma á framfæri að lokum? Elísabet: Ungt fólk er frábært og öflugt. Við getum orðið kröftugt afl þegar við snúum bökum saman. Og Harry Styles, ef þú ert að lesa þetta, þá er ég á lausu! Árdís Lilja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.