Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hvernig hefur miðað í forvarna- málum? „Ávana- og vímuefnaneysla íslenskra ung- menna á grunnskólaaldri hefur minnkað um- talsvert á undanförnum árum. Sama þróun hefur verið í nágrannalöndum okkar en hún verið bæði jafnari og hraðari á Íslandi. Fá ríki, ef nokkur af þeim sem við berum okkur sam- an við, geta státað af jafngóðri stöðu. Frá árinu 2011 virðist neysla ungmenna lítið hafa breyst, einungis eru tímabundnar sveiflur. Það er jákvætt að þessi litla neysla skuli hafa náð þessum stöðugleika og er eitthvað sem við þurfum að byggja á með tilliti til þeirra aldurshópa sem á eftir koma. Þrátt fyrir að neysla ungmenna taki tals- vert stökk upp á við þegar grunnskóla slepp- ir hefur hliðstæð þróun átt sér stað hjá ung- mennum á framhaldsskólaaldri, þ.e. dregist stöðugt saman en verið aðeins hægari. Hjá fullorðnum hafa ekki orðið miklar breyt- ingar á neyslu eða neysluvenjum á undanförn- um árum. Heildarneysla áfengis hefur þó auk- ist nokkuð í takti við aukinn kaupmátt. Það er þekktur áhrifaþáttur í heildarneyslu þjóða.“ Ertu ánægður með stöðuna? „Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með stöðuna hjá unga fólkinu okkar, ekki síst ef hún er borin saman við stöðuna í nágranna- löndum okkar. Aukin heildarneysla áfengis er ekkert fagnaðarefni í ljósi þess að sterkt sam - band er á milli heildarneyslu og vandans sem hún skapar.“ Nú liggur fyrir breytt frumvarp um frjálsa sölu á áfengi, reyndar í sérvöru- verslunum í stað matvöruverslana. Hver eru viðbrögð þín við því? „Ég á erfitt með að skilja hversu helteknir sum- ir alþingismenn eru af því að auka aðgengi að áfengi með síendurteknum frumvörpum í þá veru, þvert á ráð sérfræðinga og gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Þetta gengur líka gegn opinberri stefnumörkun í áfengis- og lýð- heilsumálum. Það liggur fyrir ágæt þekking á því að aukið aðgengi leiðir til aukinnar neyslu og aukin neysla til aukins vanda. Ég einfald- lega skil ekki hvaða hagsmuni þessir alþingis- menn eru að verja. Það fyrirkomulag sem við búum við núna hefur skilað ágætum árangri.“ Til sögunnar eru komnar rafsígarett- ur sem ungmenni nota sem aldrei hafa reykt. Hvað finnst þér um það? „Því miður virðist það vera raunin að ung- menni, sem reykja ekki, fari að nota rafsíga- rettur. Ekki í því skyni að hætta samhliða ann- arri tóbaksnotkun. Það er enn mörgum mikil- vægum spurningum ósvarað um hugsan- lega skaðsemi rafsígaretta. Á meðan svo er verðum við að vinna gegn þessu. Þess vegna verðum við að setja okkur reglur um aðgengi að þeim. Það þarf alls ekki að hindra að þeir sem vilja reyna að draga úr, eða hætta, ann- arri tóbaksnotkun geti það.“ Hvert stefnir í þessum málaflokki að óbreyttu? „Það er erfitt að segja. Hluti alþingismanna gengur hart og endurtekið fram í því að grafa undan þekktum áhrifaþáttum árangursríkra áfengisvarna, þ.e. að einkavæða ekki smá- sölu áfengis og viðhalda banni við áfengis- auglýsingum. Verði horfið frá þessum grunn- stoðum verður viðfangsefni forvarna annað og erfiðara og er hætt við að staðan breytist hjá okkur. Ef okkur hins vegar tekst að láta almannahag og lýðheilsu ráða för eigum við að geta haldið ágætlega á málum. Hins vegar koma stöðugt ný viðfangsefni, svo sem ný ávana- og vímuefni, lögleg og ólög- leg, sem verður að bregðast við.“ Hluti alþingismanna grefur undan árangri áfengisvarna Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu- og forvarna, svarar nokkrum spurningum um stöðu mála, árangurinn, hvernig miðar og hvert hann telur stefna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.