Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 U ngmennafélag Selfoss fékk fyrir skömmu 3,5 milljóna króna styrk frá Evrópu unga fólksins (EUF) til að auka þekkingu og fá nýjar hug myndir í starfi með ungu fólki hjá félaginu, í samstarfi við DGI Østjylland, héraðssamband systursamtaka UMFÍ í Dan - mörku. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Umf. Selfoss, vonast til að verkefnið verði til þess að fleiri félög byggi brýr til íþróttafélaga í öðrum löndum. „Við teljum að verkefnið víkki sjóndeildar- hring inn og veiti ungu fólki tækifæri sem það hafði ekki áður,“ segir Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss. Félagið fékk í lok árs 2017 styrk upp á 3,5 milljónir króna til að gera 15–20 manna hópi níu deilda Verkefni til fyrirmyndar á Selfossi félagsins kleift að fara utan og kynna sér það sem félög innan DGI Østjylland hafa upp á að bjóða, að koma á tengslum félagsmanna og stjórnenda úti og efla þekkingu og koma með nýjungar í þjálfun ungmenna. Gert er ráð fyrir því að hópurinn frá Sel- fossi fari utan í september og að sams konar hópur komi hingað frá Danmörku í byrjun vetrar. Gissur segir gert ráð fyrir því að fulltrúar frá öllum deildum Umf. Selfoss hitti kollega sína hjá sambærilegu íþróttafélagi innan DGI Østjylland. Fulltrúar frá sveitarfélaginu Árborg og HSK verði einnig með í för og fundi þeir með kollegum sínum ytra til að kynnast samvinnu sveitarfélaga og héraðssambanda og kynni sér m.a. aðstöðumál. „Við þurfum að fara utan með fjölbreyttan hóp af báðum kynjum og á öllum aldri, formenn, þjálfara og helst iðkendur líka svo að allir læri eitt- hvað,“ segir Gissur. Gissur segir verkefnið hafa fæðst á Selfossi fyrir nokkru. „Örn Guðnason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Umf. Selfoss, er hugmynda- smiðurinn, hann hefur unnið lengi að undir- búningi þessa verkefnis og við höfum átt í góðu samstarfi um að þoka því áfram. Hann fékk hugmyndina í tengslum við stefnumót- unarvinnu um íþróttir sem sveitarfélagið Árborg stóð fyrir 2008. Þar kom m.a. fram að eitt af tækifærum Umf. Selfoss til að styrkja sig í samkeppni við íþróttafélögin á höfuð- borgarsvæðinu, sem hefðu greiðari aðgang að fjármagni, væri að efla félagslegt og fag- legt starf félagsins. Örn hefur átt sæti í stjórn UMFÍ frá 2007 og eftir heimsóknir hans með forystumönnum UMFÍ til DGI í Danmörku urðu til tengsl sem hann hefur m.a. nýtt til að láta verkefnið verða að veruleika. Við feng- um styrk hjá UMFÍ til að heimsækja DGI á austanverðu Jótlandi í janúar 2017, til að kíkja á starfið og hitta fólk. Okkur leist vel á það og sáum þar margt gott sem má taka upp hjá Umf. Selfoss og raunar hjá fleiri félögum,“ segir Gissur. Örn og Gissur fengu ekki styrk hjá EUF fyrsta kastið. „Boltinn fór að rúlla þegar við dembdum okkur í þetta og einbeittum okkur að því að vinna vel í umsókninni. Það þurfti að leggja töluverða vinnu í hana til að uppfylla skilyrði fyrir styrk,“ segir Gissur. Alltaf hægt að efla samstarfið Gissur bendir á að góð tengsl séu á milli aðildarfélaga DGI Østjylland og Íslendinga. Janus Daði Smárason spilaði með Árósalið- inu í handbolta og nú er Ómar Ingi Magnús- son á mála hjá liðinu. „Við erum með tengi- liði. En nú viljum við fara lengra með málið og læra hvernig á að gera gott starf enn betra, skoða aðstöðuna, uppbyggingu félaganna og læra af Dönum um barna- og unglinga- starf. Það er svo aldrei að vita nema þetta geti orðið vettvangur fyrir ungmennaskipti og flutning á þekkingu milli landa,“ segir hann. Gissur segir drauminn að forsvarsmenn fleiri félaga feti í fótspor Umf. Selfoss, fari utan og efli bæði tengsl og samstarf við erlend félög. Hann mælir með EUF í tengsl- um við slík skref. „Það er gott að sækja um styrki hjá EUF því það getur bætt starf okkar svo mikið. En það þarf að vanda sig við umsóknina,“ segir hann. Gissur Jónsson hjá Umf. Selfoss segir gott að geta leitað til Evrópu unga fólksins eftir stuðn- ingi við verkefni ungmennafélaga. Svona var ferlið > Hugmynd sem Örn fékk í tengslum við stefnumótunarvinnu hjá Umf. Selfoss 2008. > Gissur og Örn fá styrk hjá UMFÍ og HSK til að fara til Danmerkur og leggja drög að verkefninu. > Aðalstjórn Umf. Selfoss samþykkir verkefnið. > Umsókn um Erasmus+ styrk hjá EUF. > Undirbúningshópur stofnaður fyrir ferðina. > 15–20 manna hópur fer frá Selfossi til Danmerkur í september. > Hópur frá Danmörku kemur til Íslands í byrjun vetrar. „Við teljum að verk- efnið víkki sjóndeildar- hring inn og veiti ungu fólki tækifæri sem það hafði ekki áður“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.