Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í vetur. Við höfum ekkert aug- lýst og því er það sem ræður þessu orðsporið sem fer af okkur sem berst á milli fólks, það er gott,” segir Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðu- kona Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal. 100% fjölgun Ungmennabúðirnar eru fyrir börn í 9. bekk grunnskóla sem koma þangað frá skólum úti um allt land og dvelja þar fimm daga í senn. Anna Margrét er búin að bóka 1.700 krakka fyrir næsta vetur. Á sama tíma í fyrra var búið að bóka pláss fyrir 800 börn. Fjölgunin á milli ára er því rúm 100%. Til marks um annasamt líf á Laugum er að 1.100 krakkar hafa verið þar frá áramótum. Anna segir fjölgunina skýrast að hluta af því að skólastjórnendur hafi í meira mæli en áður pantað dvöl fyrir nemendur sína. Ákvarð- anir voru oft áður í höndum foreldrafélaga. Ljóst er að erfitt verði að fá pláss og komast þá færri að en áður í Ungmennabúðirnar, segir Anna Margrét. „Orðspor Ungmenna- og tóm- stundabúðanna er mjög gott og æ fleiri skólastjórnendur og foreldrar eru meðvituð um hvað það gerir börnum gott að breyta um umhverfi, fá frí frá daglegu amstri, fjölskyldu og aðstæðunum sem þau eru alltaf í. Krakkarnir fá líka skýran ramma hjá okkur. Þeir fá ekki að nota snjallsíma og tölvur hér á Laugum og þurfa að gegna ákveðnum skyldum. Hér hafa gjörðir afleiðingar. Það er staðreynd að sumir nemendur vaka lengi fram eftir heima fyrir, til dæmis við að spila tölvuleiki, og mæta því þreytt í skólann. Hjá okkur hvílast þau betur og vakna hress og hafa næga starfsorku allan daginn. En þetta er líka hvíld fyrir mörg börn sem koma úr erfiðum aðstæðum,“ segir Anna Margrét. Litlu sigrarnir skipta máli „Börnin þrífast mjög vel innan þess ramma sem við bjóðum upp á í Ungmenna- og tóm- stundabúðunum. Við tökum á öllum málum sem skólarnir ná oft ekki að gera. Ef nemandi sýnir neikvæða hegðun verður strax afleið- ing af henni. En við tökum á öllum málum í samvinnu við kennara sem koma með nem- endum sínum. Börnin fá ekki að hanga í sím- um og tölvum en við reynum að veita öll- um umhyggju, nóg að borða og sköpum aðstæður fyrir reglulegan svefn og sum börn standa utan við hópinn. Í vikulokin eru allir endurnærðir á líkama og sál og glaðir saman. Það gleður mitt hjarta mest, það eru þessi litlu sigrar,“ segir Anna Margrét. METAÐSÓKN Í UNGMENNA- OG TÓMSTUNDABÚÐIR UMFÍ Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ hafa verið á Laugum í Sælingsdal síðan árið 2005. Laugar voru seldar í byrjun árs. Leigusamn- ingur UMFÍ við nýja eigendur rennur út í maí árið 2019. Nefnd á vegum UMFÍ vinnur að því að tryggja starfsemina til framtíðar hvort sem reksturinn verður áfram á Laugum eða annars staðar á landinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.