Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands H estamannafélögin Skuggi og Hestamannafélagið Faxi samein- uðust í janúar undir merki Hesta- mannafélagsins Borgfirðings. Unnið hafði verið að sameining- unni frá árinu 2016 og komu margir að borðinu. Í sameinuðu hestamanna- félagi eru um 490 félagsmenn. Þórdís Arnardóttir er fyrsti formaður í Hestamannafélaginu Borgfirðingi. Hún og reyndar fleiri segja það hafa verið nánast tímaspursmál hvenær félögin sameinuðust. „Ég mæli með því að fólk skoði sameiningu félaga. Það hentaði okkur. Áður vorum við með tvö félög sem leituðu til sömu aðila eftir styrkjum og skipulögðu mót með þátttak- endum. Það er hægt að gera svo miklu meira í einu öflugu félagi. Það má því segja að þetta hafið verið röklegt framhald hjá okkur,“ segir Þórdís og bendir á að hestamannafélög- in hafi unnið lengi saman að mótahaldi og stóðu saman að byggingu reiðhallar í Borgar- nesi. Mikilvægt að hafa oddamann Þórdís segir að ákveðið hafi verið að stíga var- lega til jarðar í sameiningarmálum og undir- búa jarðveginn vel. Leitað var ráða hjá hesta- mönnum í Skagafirði auk þess sem Pálmi Blængsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tvö hestamannafélög í Borgarfirði sameinuð í Hestamannafélagið Borgfirðing Sameining í Skagafirði Í júlí árið 2015 var samþykkt að sameina þrjú hesta- mannafélög í Skagafirði. Þetta voru hestamannafélögin Léttfeti, Stígandi og Svaði sem tóku upp nafnið Fluga. Þetta er stórt félag með samtals yfir 650 félagsmenn. Ákveðið var við sameininguna að nota kennitölu Léttfeta. Við sameininguna var ákveðið að Léttfeti og Stígandi yrðu með tvo aðalmenn í stjórn og tvo varamenn. Svaði varð með einn aðalmann og einn varamann. Allir eru með Nýtt heiti: Fljótlega eftir að samþykkt var að sameina hestamannafélögin var efnt til rafrænnar kosningar um heiti á nýju félagi. Á meðal nafna sem hægt var að kjósa um voru Taktur, Fjöður, Skeifa, Glampi og Borgfirðingur. Síðasttalda nafnið varð hlutskarpast og hlaut 41,67% atkvæða. Nýtt vörumerki: Eftir áramótin fór í gang keppni um nýtt lógó Hestamannafélagsins Borgfirðings. Rúmlega 20 hugmyndir bárust í samkeppnina. Merki Vibeke Thoresen var valið. Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB), kom inn í sameiningarferlið sem oddamað- ur. Hestamannafélag Borgarfjarðar er aðildar- félag UMSB. Sett var á laggirnar tíu manna nefnd fyrir sameininguna. Fimm voru frá hvoru félagi. Nefndarmönnum fækkaði eftir því sem málin þokuðust áfram. Nú er átta manna stjórn í Hestamannafélaginu Borg- firðingi. Tryggt er að fjórir séu frá hvoru félagi. Sameining tekur tíma Þórdís segir það hafa skipt máli að fá hjálp frá Pálmari. „Hann kom með ábendingar um flest það sem þurfti að gera. Þetta var heil- mikil pappírsvinna. Það þurfti sem dæmi að huga að aðild að öðrum hestamannafélögum, samstarfi og gæta þess að sameina félögin á réttum tíma fyrir keppni, skila starfsskýrslum og gera gömlu félögin upp,“ segir hún og leggur áherslu á að vanda þurfi til verka við sameiningu félaga, hver sem þau eru. Ástæð- an er ekki síst sú að margir hafi komið að vinnu félaganna í gegnum tíðina og bundist þeim tilfinningaböndum. Af þeim sökum sé mikilvægt að gæta þess að upplýsa fólk um gang mála. Vibeke Thoresen er höfundur nýja merkis Hestamannafélagsins Borg- firðings. Vibeke er frá Noregi en búsett hér á landi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.