Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Skýru verklagi er ábótavant hjá íþróttafélögum. Þetta skilar sér í verri nýtingu á tíma, orku og vinnuframlagi félagsmanna, starfsmanna og sjálfboðaliða, að mati Davíðs Svanssonar. „Það geta allir unnið stefnumótun. Vandinn er hins vegar að vinna eftir henni. Það kom okkur reyndar á óvart hversu lítið var um skýra stefnumótun hjá íþróttafélögum yfir- leitt,“ segir Davíð Svansson. Davíð er fyrrverandi markvörður í meist- araflokki karla í handbolta í liði Afturelding- ar. Hann skilaði í fyrrasumar lokaverkefni í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykja- vík. Meðhöfundur hans var Þrándur Gíslason Roth, fyrrverandi fyrirliði og línumaður Aftur - eldingar. Ætla mætti að heimatökin hefðu verið hæg því að viðfangsefnið var stefnu- mótun Aftureldingar. „Við höfðum verið lengi hjá félaginu og verið með mikil tengsl inn í það. Okkur fannst þess vegna tilvalið að skoða Aftur eldingu. Ætlunin var að búa til stefnumótun fyrir félag- ið. En það hafði verið gert árið 2009. Þótt hún hefði verið gerð til aðeins 3–4 ára breyttum við um stefnu, unnum út frá henni, tókum stöðugreiningu, mátum Aftureldingu og rýndum í það hvernig unnið væri eftir stefn- unni og hvað mætti gera betur. En Afturelding er stór klúbbur og því gerðum við lítið annað í tvo mánuði en að ræða við stjórnarmenn Aftureldingar og formenn,“ segir Davíð. Davíð og Þrándur komust svo nærri félag - inu að ritgerðin er lokuð almenningi til 2020. Íþróttafélög þurfa sterka aðalstjórn Í grófum dráttum leiddu niðurstöðurnar í ljós að skortur á formfestu og skýrleika í verk- lagi Aftureldingar og boðleiðum og samskipt - um innan félagsins virðist hefta öra framþró- un félagsins. Áherslur, stefna og verklag virð- ast haldast í hendur við stefnu og sýn þeirra sem sitja við stjórnvölinn hverju sinni. Þetta Svona var stöðugreiningin unnin Við stöðugreiningu Davíðs og Þrándar var unnið út frá hug- myndum og áliti forsvarsmanna deilda Aftureldingar, for- manns félagsins og framkvæmdastjóra. Notast var bæði við megindlegar og eigindlegar aðferðir við gagnasöfnun frá formönnum, yfirþjálfurum og öðrum stjórnarmönnum innan hverrar deildar. Sendur var út spurningalisti og hon- um fylgt eftir með viðtölum. Þá fóru fram eigindleg viðtöl við framkvæmdastjóra, formann UMFA og við bæjarstjóra sveitarfélagsins. leiðir af sér að tími, orka og vinnuframlag félagsmanna, sjálfboðaliða og starfsmanna nýtist ekki sem skyldi sökum illa skilgreindra hlutverka þeirra, ábyrgðar og boðleiða til annarra þátta starfsins. Stefnumótun ekki skýr Þótt mikið efni sé til um stefnumótun fyrir- tækja er minna um slíkt þegar kemur að fél ög- um, allra síst íþróttafélögum. Þeir Davíð og Þrándur skoðuðu hvernig stefnumótun félaga er birt á heimasíðum þeirra og kynnt starfsfólki og félagsmönnum. Þeir unnu hins vegar ekki mikið með önnur félög en Aftur- eldingu. Hvernig er staðan? „Það kom okkur á óvart hversu lítið er um skýra stefnumótun almennt hjá félögum. Við ræddum ekki mikið við önnur félög en skoðuðum heimasíður þeirra. Mörg félög birta upplýsingar um gildi sín en fá birta stefnumótunina. Þegar við fórum að skoða þetta hélt ég að það væri algengara en raunin er,” segir Davíð. „Tilfinning mín er sú að í þeim tilvikum þar sem stefnumótun er lokið þurfi að vera skýr- ara hvernig á að vinna eftir henni og eftir hvaða leiðum skuli vinna. Þótt aðalstjórn og starfsfólk geri það flest eru margir sjálfboða- liðar hjá ungmennafélögum. Lítil tengsl geta því verið á milli stefnumótunar félaga, aðal - stjórnar og svo sjálfboðaliðanna sem koma með sínar eigin skoðanir að starfinu. Íþrótta - félög þurfa að vera með mjög sterka aðal- stjórn sem getur stýrt öllum í sömu átt. En það er erfitt,“ segir Davíð og bætir við að forvitnilegt sé að skoða stöðuna hjá öðrum félögum og hvernig þessum málum sé háttað í öðrum löndum. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, að- júnkt á íþróttafræðasviði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, var leiðbeinandi þeirra Davíðs og Þrándar í lokaverkefninu ásamt Willum Þór Þórssyni, þingmanni, viðskiptafræðingi og fyrrver- andi handknattleiks- og knattspyrnu- þjálfara. Spurð að því hvernig staðan sé hjá félögum yfirleitt þegar kemur að verk- lagi svarar hún: „Það fer eftir því hversu fastmótaðir innviðir félaganna eru, hvað verklagið er skýrt og hversu stór starfs- mannahópurinn er. Það er ljóst að starfið ræðst að stórum hluta af því hverjir eru við stjórn viðkomandi félags, hversu gott baklandið er og hversu mikið fjármagn félagið hefur til umráða.“ Margrét segir að hún hafi ekki skoðað öll íþróttafélög og ungmennafélög í land- inu og geti auðvitað ekki annað en talað um stöðuna á almennum nótum. Ríkið getur gert meiri kröfur Margrét bendir á að íþróttafélögin gegna veigamiklu hlutverki í íslensku samfélagi. Um 90% af hverjum árgangi barna fari ein- hvern tíma í gegnum starf íþróttafélags. Þá hafi rannsóknir sýnt að skipulagt íþróttastarf sé einn af lykilþáttum hér á landi þegar kem- ur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu ungmenna. „Það er að mínu mati mjög mikilvægt að íþróttafélögin séu viðurkennd sem mikil- vægar stofnanir og fái fjármagn í takt við það. Um leið gætu sveitarfélög og ríki gert meiri kröfur um skipulagða stefnu og rekstur. Rekstur íþróttafélaga er flókið samspil fyrirtækjareksturs og sjálfboða- liðastarfs. Það vantar víða upp á stefnu- mótun og skýra verkferla eins og þeir Davíð og Þrándur fjölluðu um í lokarit- gerð sinni. Skýrt verklag, fordæmi og eftirfylgni mætti vel hugsa að kæmu frá sérsamböndum og ÍSÍ sem ÍSÍ vissulega gerir með t.a.m. Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ.“ Hvað ráð ert þú með handa íþrótta- félögum í þessum málum? „Mikilvægt er að marka stefnu, hafa verk- lag skýrt og boðleiðir ljósar. Þá skiptir miklu máli að þekking sé skráð og sitji eftir í félaginu því mannabreytingar eru oft örar þar sem fjöldi sjálfboðaliða fer í gegn. Með skýrri og einfaldri stefnumót- un eru meiri líkur á að tími, orka og vinnu- framlag félagsmanna, sjálfboðaliða og starfsmanna nýtist í kjarnastarfsemi hvers félags,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir. Íþróttafélög þurfa viðurkenningu sem mikilvægar stofnanir Davíð Svansson. Margrét Lilja Guðmunds- dóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.