Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.2018, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Góð heilsa felst í líkamlegu og andlegu jafnvægi en hver og einn þarf að bera ábyrgð á eigin heilsu. Markmið Ung- mennafélags Íslands er Ræktun lýðs og lands. Til að ná því markmiði vinnur hreyfingin að líkamlegum og andlegum þroska félags- manna sinna með því að gefa sem flestum kost á að taka þátt í heilbrigðu félagsstarfi. Landsmótið á Sauðárkróki Fyrir nokkru kom út auglýsingabækl- ingur fyrir Landsmótið sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 12. til 15. júlí nk. Það hefur verið einkar fróðlegt að fylgjast með skipulagi þessa mikla verkefnis sem hefur skipað stóran sess í starfi ung- mennafélagshreyf ingar- innar áratugum saman. Krafturinn og hug- myndaauðgin, sem landsmótsnefnd hefur sýnt, eru eftirtektarverð og ber dagskráin þess augljós merki. Á vettvangi Landsmótsins get- ur hver sem er tekið þátt á eigin forsendum; sumir keppa, aðrir leika sér eða láta bara vaða en fyrir öllu er að allir skemmti sér. Þar verður unnt að taka þátt í hefðbundnum greinum ásamt því að ýmislegt nýtt er kynnt til sög- unnar - eða hefur þú einhvern tíma heyrt minnst á Krolf, Metabolic eða Patenque? Að hitta fólk á förnum vegi sem rifjar upp ógleymanlega skemmtilegar minningar frá þátttöku á fyrri Lands- mótum er mjög gefandi og sýnir hversu mikilvægt starfið hefur verið í tímans rás og er enn enda alltaf mikilvægt að skapa góðar minning- ar í góðra vina hópi. Í bæklingnum er einnig að finna hugaverða grein um Unglinga- landsmótið sem haldið verður í Góð heilsa – heilbrigt félagsstarf Þorlákshöfn dagana 2. til 5. ágúst ásamt fróð- legri umfjöllun um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og Hreyfivikuna sem verður í maí auk fjölda annarra áhugaverðra málefna. Taktu þátt Ljóst er að fram undan eru mörg áhugaverð verkefni á vettvangi ungmennafélagshreyf- ingarinnar sem vert er að gefa gaum enda er fátt skemmtilegra en að taka þátt í öflugu félagsstarfi og kynnast því fjölmarga fólki sem að hreyfingunni kemur. Ég vil nota tæki- færið og þakka öllu þessu öfluga og kraft- mikla fólki, sjálfboðaliðum, starfsmönnum og öllum þátttakendum kærlega fyrir ómetan- legt framlag þeirra og góða viðkynningu enda er hvaða þátttaka sem er í starfi ung- mennafélaganna gefandi fyrir líkama og sál og stuðlar þar með að góðri heilsu. Jóhann Steinar Ingimundarson, stjórnarmaður UMFÍ Leiðari Skinfaxa: Efnisyfirlit Umf. Selfoss: Verkefni til fyrirmyndar 3 Sema Erla: Viðbragðsáætlun fyrir iðkendur 30 Ungmennaráðstefnan: Ungt fólk og lýðræði 38 Kolbún Lára: Lærði að tjá skoðanir sínar 12 6 Betra að launakostnaðurinn dreifist 8 Íþróttafélög þurfa sterka aðalstjórn 10 Lukkudýr geta gert mikið gagn 16 Fjölnir vill auka þjónustu við deildirnar 18 Skoðar íþróttir með jafnréttis- gleraugum 19 Metaðsókn í UTB að Laugum 20 Íþróttaaðstaðan er fyrir alla 22 Leitað til leikfélagsins í kreppunni 24 Niðurstöður könnunar vegna #MeToo 26 Hreyfivika UMFÍ 28 Hestamannafélagið Borgfirðingur 29 Karlmenn einráðir í Skinfaxa 31 Formaður NSU vill efla sambandið við Ísland 32 Ný persónuverndarlög 34 Passað upp á söguna 35 Sjálfboðaliðastarf opnaði dyr út í heim 36 Grafið undan árangri áfengisvarna 42 Nýtt fólk í brúnni 43 Blakið á fleygiferð á Húsavík Sauðárkrókur 12.–15. júlí 2018: Búðu til þitt eigið Landsmót 14–16 Lisbeth Trinskjær: Skyldur þjálfara þurfa að vera skýrari 24–25 www.pei.is Borgaðu eftir 14 daga eða dreifðu kaupunum á allt að 36 mánuði Kíktu á pei.is/heimild og skoðaðu þína heimild! Einföld og örugg leið til að versla á netinu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.