Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 9

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 9
 S K I N FA X I 9 ÁLFTANESLAUG Eina öldulaug landsins og stærsta vatnsrennibrautin 10 m há og 80 m löng. Útilaugin er 25 m, innanhúslaug, heitir pottar, buslulaug, gufuböð og líkamsrækt. Góð aðstaða fyrir fatlaða. Afgreiðslutími: Mánud - föstud kl. 06:30 – 21:00 Laugard og sunnud kl. 09:00 – 18:00 Breiðumýri, Álftanes, Sími: 550 2350 gardabaer.is Allir geta verið með Guðmundur Kr. Jónsson, annar upphafsmanna Grýlupottahlaups- ins, segir að það hafi gengið vel að koma því af stað á sínum tíma. Fyrirmyndin hafi verið sótt til ÍR-inga í Reykjavík. „Viðtökurnar í upphafi voru mjög góðar. Það voru allt upp í 230 þátttakendur. Þá handmálaði maður þátttökunúmerin sjálfur. Framkvæmdin byggði á fáum en traustum aðilum en gekk mjög vel.“ Guðmundur segir að það hafi gengið ótrúlega vel að viðhalda hlaupinu í gegnum árin. „Í upphafi var hlaupið í janúar hálfsmánaðar- lega en síðan færðist það fram í apríl. „Grunnurinn að vinsældum hlaupsins í gegnum tíðina er líklega sá að krakkarnir koma og hlaupa í sínum aldursflokkum. Hlaupið er mjög fjölskylduvænt því að systkini og foreldrar koma oft og hlaupa með. Það mega allir koma og vera með. Svo hefur líka skipt máli að það þarf ekki að mæta í öll sex hlaupin því að fjórir bestu tímarnir gilda,“ segir Guðmundur.Guðmundur Kr. Jónsson ræsir keppendur í Grýlupottahlaupinu. í dag er hlaupið sex sinnum en nú er byrjað í apríl og lýkur hlaupunum í maí. Þetta hefur m.a. stuðlað að því að gera Grýlupottahlaupið enn fjölskylduvænna en áður og yngstu hlaupararnir, sem nú taka þátt, eru sumir hverjir aðeins þriggja ára. Hátt í 200 hlaupa í hvert sinn Hlaupið er rótgróið í bæjarlífinu á Selfossi og á þeim 50 árum sem liðin eru síðan fyrstu þrettán krakkarnir voru sendir af stað í janúar 1969 eru hlaupin orðin 300 talsins. Á árunum 1969–1975 tóku 1.259 einstakl- ingar þátt í Grýlupottahlaupinu, það eru 180 einstaklingar að jafnaði. Á níunda og tíunda áratugnum fjölgaði þátttakendum. Ef maður gefur sér að um 200 einstaklingar taki að jafnaði þátt í hlauparöðinni á hverju ári, er samanlagður fjöldi einstaklinga frá upphafi um tíu þúsund. Sumir hafa aðeins tekið þátt einu sinni en aðrir ár eftir ár. Til gamans má geta þess að í upphafi árs 2019 voru rúmlega 9.500 íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Sumir hafa auðvitað tekið þátt í hlaupinu ár eftir ár og þeir sem tóku þátt í hlaupinu í lok sjöunda áratugarins og upphafi þess áttunda eru jafnvel komnir aftur á kreik og hlaupa nú með börnunum sínum. Það sem einkennir Grýlupottahlaupið og allt það góða starf sem unnið er innan Ungmennafélags Selfoss verður í sjálfu sér aldrei sett á prent. Með númer á brjóstinu bíða menn eftir því að vera ræstir af stað og hlaupa svo eins og fætur toga. Leiðin getur verið stutt eða löng, allt eftir því hver á í hlut. Fótfráir þátttakendur eru innan við þrjár mínút- ur að hlaupa fram og til baka á meðan þeir yngstu nota tíu til tólf mín- útur. Allir eiga þó sammerkt að hafa tekið þátt og sú reynsla er, þegar öllu er á botninn hvolft, kannski dýrmætust. Byggt á grein eftir Þorstein Tryggva Másson sem birtist í Braga, afmælisriti Umf. Selfoss,árið 2011.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.