Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 12

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 12
12 S K I N FA X I Hvernig stendur fólk sig sem neytendur í umhverfismálum og hvað skyldi vera hægt að gera betur? Kolbrún Lára Kjartansdóttir sótti í upphafi hausts ráðstefnu um sjálfbæran efna- hag sem haldin var á vegum NSU í Finnlandi. Hún sneri aftur fróðari en hún var áður. „Þetta var rosalega fræðandi og skemmtilegt. Ég lærði svo mikið af öðrum. Ráðstefnan vakti mig til umhugsunar um það sem ég neyti, hvað varðar fæðuna sjálfa en einnig um kaup á vörum. Ég velti núna betur fyrir mér hvernig vörur eru búnar til og hvaðan þær koma,“ segir Kolbrún Lára Kjartansdóttir, fráfarandi formaður Ungmennaráðs UMFÍ. Hún fór í byrjun september sl. í hópi annarra Íslendinga á ráðstefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Ráðstefnan var haldin í Helsinki í Finnlandi og stóð frá þriðjudegi til sunnudags. Hún var haldin á vegum norrænu samtakanna Nordisk samorganisation for ungdomsarbejde. Margt var á dagskrá, matvælaframleiðsla, maturinn sjálfur og neysla almenn- ings. Ráðstefnugestir komu frá fjölmörgum löndum. „Þetta var eins og hvert annað óformlegt nám,“ segir Kolbrún um ráðstefnuna. „Við fengum kynningu frá finnskum fyrirtækjum sem leggja áherslu á sjálfbær hráefniskaup og framleiðslu. Svo áttum við að kynna fyrir öðrum ráðstefnugestum hvað íslensk fyrirtæki gera nú um stundir, hvernig þau standa sig og hvað þau gætu gert betur,“ segir Kolbrún. Fyrir ferðina hafði hún kynnt sér starfsemi og rekstur Sólheima í Grímsnesi og greindi á ráðstefnunni frá því sem hún hafði komist að þar. Kolbrún segir dagskrána hafa verið fremur stífa alla dagana, alveg frá klukkan átta á morgnana fram til klukkan sex síðdegis. En um hvað fjallar málefnið Samfélagsábyrgð fyrirtækja? „Þarna var í stórum dráttum fjallað um kauphegðun fólks, neysluhyggj- una allt í kringum okkur. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvernig vörur eru framleiddar og við hvaða aðstæður en einnig muninum á kjötframleiðslu og mat úr jurtaríkinu, hvað sé notað í vörurnar, hve langa vegalengd þær séu fluttar áður en við kaupum þær og neytum þeirra – en ekki síst hvort við þurfum bara neitt á þeim að halda,“ segir Kolbrún og bendir á að færst hafi í vöxt að fólk ýmist lagfæri þau tæki og tól og fatnað sem það á fremur en að kaupa nýtt eða kaupi slíkt á markaði sem verslar með notaðan varning. Hvað matvöruna snertir segir hún að kolefnisspor í kjötframleiðslu sé talsvert stærra en gerist hvað varði jurtaríkið. Mikið vatn þurfi í nautgriparæktun og rækta þurfi mikið land undir dýrin. Ekki þurfi aðeins að huga að kol- efnissporinu heldur einnig meðferð á dýrunum. Fiskroð frá Sauðárkróki Eins og áður sagði kynntu nokkur finnsk fyrirtæki starfsemi sína fyrir ráðstefnugestum. Þar á meðal var fyrirtækið Lovia sem framleiðir tösk- ur úr fiskroði, leðri og öðru hráefni. Kolbrún segir það hafa komið skemmtilega á óvart. Fyrirtækið flytji nefnilega roðið inn frá Sjávar- leðri á Sauðárkróki og noti í handtöskur. Áður fyrr var litið á fiskroð sem verðlausan úrgang. Nú er litið á það sem sjálfbæra vöru enda fellur roðið til við veiðar á fiski. „Fólkið hjá Lovia hugsar ferlið alla leið. Þau kaupa líka elgshúðir frá veiðimönnum í Finnlandi en þar er stunduð sjálfbær veiðimennska. Í stað þess að henda húðunum eins og áður var gert er leður unnið úr þeim. Fyrirtækið kaupir líka af húsgagnaframleiðendum litla leður- búta sem verða eftir við framleiðsluna. Bútarnir voru áður urðaðir eða brenndir en enda nú sem hluti af gullfallegum töskum,“ segir Kolbrún Lára en hópurinn fékk fleiri kynningar á starfi fyrirtækja og stofnana, meðal annars því sem kalla má Helsinki barnanna, en þar setjast börn í stól borgarstjóra og ungir borgarbúar fá að kynnast stjórnkerfi borg- arinnar. „Borgaryfirvöld í Helsinki eru með mjög metnaðarfulla áætlun sem miðar að því að gera borgina kolefnislausa árið 2035. Mikil áhersla er lögð á græna menningu og stækkun grænna svæða. Markvisst er Kolbrún fræddist um kolefnisspor í Finnlandi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.