Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 25

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 25
 S K I N FA X I 25 GoToMeeting • Allt að 250 geta fundað í einu. • Virkar á öllum stýrikerfum. • Tvær útgáfur eru í boði. Í grunnútgáfu geta fundargestir verið allt að 150 talsins. Hún kostar tæpar 11 evrur eða sem nemur rúmum 1.700 krónum. Fyrirtækjaútgáfan kostar rúmar 14 evrur eða sem nemur rúmum 2.100 krónum. Allt að 250 geta tekið þátt í fundinum á sama tíma. Boðið er upp á að prófa hugbúnað- inn notendum að kostnaðarlausu í hálfan mánuð. Vefsíða: www.gotomeeting.com Skype • Allt að 50 geta fundað í einu. • Virkar á öllum stýrikerfum. • Grunnútgáfa með fundum fyrir allt að 50 manns er ókeypis. Ef fleiri þurfa að ræða saman er mælt með að nota fremur Skype for Business. Þar geta allt að 250 manns rætt saman. Verðið er 1.700 – 10.000 krónur, allt eftir því hvaða útgáfa er notuð og hvað á að gera á netfundinum. Dýrari útgáfan býður eðlilega upp á meiri möguleika. Vefsíða: www.skype.com Zoom • Allt að 100 geta fundað í einu. • Fjölmennir fundir geta varað í 40 mínútur. • Fyrir: Mac, Windows, Linux, iOS og Android. • Ókeypis. Vefsíða: www.zoom.us Aðrir valkostir Margir möguleikar eru til að halda fundi á netinu, hvort heldur í tölvu, með myndavél, með hjálp spjaldtölvu eða snjallsíma. Hér að neðan eru nokkur góð forrit og um að gera að skoða þau nánar. Sum kostar svolítið að nota en notkun annarra er ókeypis. Í nær öllum tilvikum er notendum boðið að prófa hugbúnað í viku til hálfan mánuð að kostnaðarlausu. Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.