Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 27

Skinfaxi - 01.01.2020, Síða 27
 S K I N FA X I 27 Sérfræðingar hjá Instituttet for Fremtidsforskning í Kaupmannahöfn segja að á erfiðleikatímum á borð við COVID-19 gerist þrennt. Hægt er að hafa þær sviðs- myndir í huga þegar horft er á hvernig fólk hugsar um heilsu sína og sinnir íþróttastarfi: 1) Umhyggjuhringur fólks þrengist. Það hugsar í aukn- um mæli um sjálft sig og fjölskyldu sína fram yfir aðra. 2) Þegar fólk veit ekki hvað er fram undan, eins og í COVID-19, hættir því til að grípa til skammtíma- aðgerða í stað þess að skipuleggja líf sitt til lengri tíma. Eitt, sem bendir til þess, er m.a. það að fólk hættir að gera matseðil fyrir vikuna og skipuleggja æfingaferðir. 3) Hætta er á að kvíði aukist. Tækniþróun Íþróttaviðburðir og fundir færast í auknum mæli á Netið. Fólk var fljótt að tileinka sér kosti netfunda. Þeir eru komnir til að vera. Að sama skapi munu beinar út- sendingar frá íþróttaviðburðum verða algeng- ari en áður og umhverfi áhorfenda verður not- endavænna. Í stuttu máli: beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum kalla á útfærslu sem gerir áhorfendum kleift að taka þátt í viðburðinum, s.s. með samskiptum á Twitter þegar viðburðir gerast.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.