Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2020, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.01.2020, Qupperneq 30
30 S K I N FA X I „Það er stórkostlegt að æfa bandý og allir þar eru svo góðir vinir. Það getur verið ansi mikill hasar á vellinum. Utan hans eru svo allir bestu vinir enda annáluð ljúfmenni í greininni,“ segir Anna Lea Friðriksdóttir. Hún æfir bandý þrisvar sinnum í viku með fjölda stallsystra sinna und- ir merkjum HK en þar er eina kvennafélagslið landsins. „Ég spilaði oft bandý þegar ég var lítil og bjó í Svíþjóð. Þar er bandý mikilvæg íþrótt. Þá spiluðum við á línuskautum úti á götu og þurftum að færa mörkin þegar bílar óku eftir henni. Þegar ég flutti svo heim 12 ára var bandý með því skemmtilegra sem við spiluð- um í skólaleikfiminni,“ segir hún. Bandý var lengi vel bundið við skólaíþrótt- ir og ekkert stundað utan skóla. Fótbolti hef- ur lengst af verið aðalíþróttin í lífi Önnu Leu og spilar hún enn einu sinni í viku. Regluleg- ar æfingar í boltanum fjöruðu út eftir því sem Anna Lea eltist. Hún viðurkennir að hún hafi leitað eftir annarri hreyfingu en sér leiðist óhemjumikið að vera ein á hlaupabretti í líkamsræktarsal eða í öðrum einmennings- íþróttum. Hún elski hópíþróttir og vilji helst hafa bolta til að elta. Ljúfmennin spila bandý í Digranesi Margir þekkja bandý sem eina af skemmtilegustu greinunum í skóla- leikfiminni í grunnskóla. Bandý lifir enn góðu lífi um allt land. Anna Lea Friðriksdóttir hefur spilað bandý í Kópavogi í nokkur ár.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.