Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2020, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.01.2020, Qupperneq 35
 S K I N FA X I 35 Fólk nýtir sér netnámskeiðið „Það er gleðilegt að æ fleiri kannast nú við Æskulýðsvettvang- inn og þau verkfæri sem við höfum upp á að bjóða. Það er mjög jákvætt enda skilar það sér beint til aðildarfélaganna, út í æsku- lýðsstarfið, í aukinni þekkingu starfsmanna og sjálfboðaliða og allra annarra,“ segir Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æsku- lýðsvettvangsins. Hún fór í byrjun árs ásamt Auði Ingu Þorsteins- dóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, í stutta ferð um Austurland til að kynna Æskulýðsvettvanginn og hvaða úrræði séu í boði fyrir þau félagasamtök sem mynda vettvanginn og aðildarfélög þeirra. Á Austurlandi voru haldnir fjórir kynningarfundir, á Djúpavogi, Egilsstöðum, Vopnafirði og Reyðarfirði. Áður hefur Sema kynnt netnámskeiðið og verkfæri Æskulýðsvettvangsins á höfuðborgar- svæðinu. Sema segir þær Auði hafa hitt fjölmennan hóp. „Það var góður og fjölbreyttur hópur á hverjum fundi. Þarna voru þeir sem við vildum hitta; fólk frá íþróttafélögunum, skólum og sveitarfélög- um, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, kirkjunum, foreldrar og iðkendur,“ segir Sema og bendir á að fólk hafi spurt margs um Æskulýðsvettvanginn og út í þau úrræði sem í boði eru fyrir starfsfólk . Í ferð sinni austur kynntu þær Sema og Auður Inga netnám- skeið Æskulýðsvettvangsins. Sema segir notendum þess hafa fjölgað eftir ferðina. „Ég sé að fjöldi fólks hefur tekið námskeiðið eftir að við kom - um af kynningarfundinum. Ég upplifi líka að fólk hefur verið að kynna sér verkfærin okkar, viðbragðsáætlanir og ráðgjöf varð- andi sín mál,“ segir Sema. Námskeiðið er opið öllum áhugasömum og er notendum að kostnaðarlausu. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og námskeiðið sjálft á: namskeid.aev.is/ courses/barnavernd Netnámskeið sem eykur öryggi iðkenda Netnámskeiðið Barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi er nýjung í fræðslu og forvörnum á Íslandi. Þar er fólki kennt að þekkja mismunandi birtingar- myndir ofbeldis, eineltis og annars áreitis sem börn og ung- menni geta orðið fyrir og læra hvernig á að bregðast við þegar slík atvik koma upp. Mikilvægt er að allir sem starfa með börnum og ungmenn- um séu meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð. Um leið og ein félagasamtök leggja mikla áherslu á þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða leggja önnur enga áherslu á hana. Með því að bjóða upp á netnámskeið vill Æskulýðsvettvangurinn auð- velda félagasamtökum, starfsfólki þeirra og sjálfboðaliðum að sækja sér slíka þekkingu. Æskulýðsvettvangurinn er sam- starfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og UMFÍ. Netnám- skeiðið og þróun þess var styrkt af félagsmálaráðuneytinu, Æskulýðs- sjóði og Lýðheilsusjóði.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.