Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 37

Skinfaxi - 01.01.2020, Page 37
 S K I N FA X I 37 Fyrir þremur árum ákvað Örn Guðnason, fyrrverandi stjórnarmaður UMFÍ, að gera hreyfingu að föstum daglegum lið í lífi sínu. Hann segir að það hafi í rauninni verið lítið mál. Fyrst hafi hann sett sér stutt einföld markmið sem síðan hafi þróast yfir í fasta rútínu. „Ég hef oft í gegnum tíðina notað gönguferðir til að slaka á í amstri dagsins. Það að komast út undir bert loft, draga að sér súrefni og hreyfa sig er ótrúlega gott fyrir sál og líkama. Þegar ég fór fyrir þremur árum að hugsa um að gera þetta reglulega var mér ofarlega í huga hve heilsu- rækt er mikilvæg fyrir fólk á mínum aldri og reyndar yngra fólk líka. Hún er grunnurinn að betra líkamsástandi og líðan. Ég átti líka góða fyrirmynd í föður mínum. Hann er búinn að fara í göngutúr á svo til á hverjum degi í yfir þrjátíu ár. Hann er á 94. aldursári núna og byrjaði að ganga reglulega um sjötugt. Það sýnir að fólk getur byrjað að ganga hvenær sem er. Ég byrjaði þremur mánuðum áður en ég varð sextugur.“ Fyrsta gönguáætlun Arnar, sem hann gerði árið 2017, var þannig að hann ákvað að ganga í 20–30 mínútur góðan hring í hverfinu sínu á Selfossi, 5–6 sinnum í viku í átta vikur. „Ég hugsaði með mér að það skipti ekki máli hvort ég missti úr einn og einn dag, aðalatriðið væri að halda áfram í hverri viku og klára pró- grammið. Göngutúrarnir voru oftast seinnipartinn eftir vinnu en fólk getur í raun farið út hvenær sem hentar. Fyrsta planið var að halda út í átta vikur. Síðan bættust aðrar átta vikur við og svo hélt þetta bara áfram. Fyrir tveimur árum var ég svo heppinn að eignast góða vinkonu sem hefur mikinn áhuga á útiveru og heilsurækt. Saman höfum við farið í fjölda göngutúra út í náttúruna, aðallega á suðvesturhorninu. Göngu- túrarnir, sem yfirleitt hafa verið um helgar, hafa oftast verið 1–2 tímar og endað með hressingu á góðu kaffihúsi eða veitingastað.“ Örn bendir á að gönguleiðir megi t.d. finna í Göngubók UMFÍ. Í henni sé fjöldi gönguleiða um allt land. Svo megi líka finna ýmsar gönguleiðir á heimasíðum sveitarfélaga eða ferðafélaga. Koma svo! Það getur verið erfitt að vera sinn eigin þjálfari og píska sig áfram til að þjálfa hraðar og lengur – og stundum einfald- lega að koma sér af stað. Þess vegna er góð hugmynd að skora á sjálfan sig með valfrjálsri þjálfun öðru hverju. Skorpuganga (Interval walking) er árangursrík æfing í ætt við hlaup. Ef þú ert ekki í góðu formi er betra að ganga í skorpum með millibilum heldur en að hlaupa í skorpum með millibilum. Reyndar er það líka mildara fyrir líkamann. Góð þjálfun fyrir þá sem eru ekki í formi Margir halda að það dugi bara að reima á sig hlaupaskóna þegar þeir vilja byrja að æfa. En ef þú hefur ekki stundað íþróttir áður, eða langt er síðan, eru sinar, vöðvar og liðir líkamans ekki nógu sterk til að takast á við hlaupin. Með því að hlaupa hleður þú líkama þinn upp í 7 sinnum þyngd þína. Þegar gengið er gerist það aðeins 2–3 sinnum. Þess vegna er skorpuganga árangursrík Skorpuþjálfun (Interval training) er almennt séð ein áhrifaríkasta tegund æfingar sem völ er á vegna þess að þú hleður súrefnis- berandi líffæri eins mikið og hægt er í lengsta mögulegan tíma. Með öðrum orðum, þú reynir meira á hjartað þegar þú eykur púlsinn. Þess vegna bætir þú upptöku súr- efnis og þar með líkamsástand þitt. Með skorpugöngu brennir þú fleiri hitaeiningum en við venju- lega göngu. Hreyfingin er hluti af daglegri rútínu Örn Guðnason í göngutúr á Selfossi Þannig stundar þú skorpugöngu: • Upphitun. Byrjaðu rólega með því að ganga og losa aðeins um handleggina – u.þ.b. 5 mín. • Sveiflaðu handleggjunum og auktu hraðann aðeins – 5 mín. • Núna ert þú orðinn heitur og finnur að andardrátturinn er örari. • Teygðu létt – þannig eykur þú sveigjanleika í vöðvum. • Byrjaðu fyrstu gönguskorpuna með hröðum skrefum í 2 mín. – svo hratt að þú blæst aðeins úr nös þegar tíminn er liðinn. • Næsta göngubil ferð þú rólega í 2 mín. – mundu að taka löng skref. • Endurtaktu 3–6 sinnum eftir því í hve góðu formi þú ert. • Teygðu vel í lokin. Kostir skorpugöngu: • Gott fyrir þá sem þola ekki álag við hlaup. • Árangursrík brennsla á lágmarkstíma. • Valkostur til að breyta út af venjunni – venjulegri göngu eða annarri hreyfingu. • Hægt að sameina ferða- máta til og frá vinnu – farðu úr strætó einu stoppi fyrr og gakktu það sem eftir er eða leggðu bílnum fjær. • Auðveld æfing í fríi eða viðskiptaferð án þess að þurfa sérstakan búnað. • Þú getur æft skorpugöngu nokkrum sinnum í viku.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.